Föstudagur 28. febrúar 2025
Ég stend í einni af mörgum biðröðum fólks inni í Laugardalshöll og bíð þess að skrá mig inn á eina stærstu stjórnmálasamkomu á Íslandi, landsfund Sjálfstæðisflokksins.
„Verið tilbúin með skilríkin!“ stendur á töflum fyrir ofan afgreiðsluna. Ég giska á að það séu svona sjötíu manns hérna sem bíða þess að skrá sig inn. Þetta minnir dálítið á innritunarsal í flugstöð.
Það er föstudagur og klukkan er að verða fjögur. Þetta er fyrsti dagur fundarins af þremur.
Guðrún Hafsteinsdóttir, sem er í framboði til formanns, kemur inn þegar ég hef staðið í röðinni í örstutta stund. Hún er brosandi og faðmar strax einn flokksmann að sér. Hún gengur að röðinni við hliðina á þeirri sem ég stend í og heilsar fólkinu þar. Guðrún biður þó fljótlega mann, sem virðist á hennar vegum, að standa í staðinn fyrir hana í röðinni á meðan hún heilsar fleirum. Röðin …
Athugasemdir (4)