Þórdís Kolbrún segir Bandaríkin stefna í ranga átt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra og frá­far­andi vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði Banda­rík­in jafn­vel þeg­ar far­in að brenna nið­ur mik­il­væga þætti af heims­mynd sem væri grund­völl­ur frið­ar og frels­is.

Þórdís Kolbrún segir Bandaríkin stefna í ranga átt
Á landsfundi Utanríkismál voru Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi utanríkismálaráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ofarlega í huga í ræðu sem hún flutti á landsfundi flokksins í dag. Hún segist hafa trú á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum en að landið stefndi í ranga átt. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, talaði með afdráttarlausum hætti gegn stefnu Bandaríkjanna í ræðu sinni á landsfundi flokksins í hádeginu.

„Tími alvörunnar er runninn upp. Ég segi það með djúpri sorg í hjarta, og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegis frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis. Fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún sagðist þó hafa trú á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum en að landið stefndi í ranga átt.

Síðustu daga hefur mikið gengið á í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau hafa tekið afgerandi afstöðu með Rússlandi. Í gær gerði forsetinn Donald Trump lítið úr Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í heimsókn hans í Hvíta húsinu í gær og fullyrti að Úkraína myndi ekki sigra stríðið við Rússa.  

„Látið ekki blekkjast. Það sem er að gerast núna er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og það er ekki gott fyrir Ísland. Og ekki gott fyrir Bandaríkin sjálf.

Það mun vonandi ekki líða langur tími þangað til Bandaríkin skipta um kúrs því þau stefna svo sannarlega í ranga átt. Ég er handviss um að sagan muni fara óblíðum höndum um þau sem munu blekkjast af því sem er raunverulega að gerast og við horfum upp á.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mæðgur á vaktinni
2
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu