„Ég ætla að nýta þetta tækifæri vel“

Það var ekki í kort­un­um að Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir yrði borg­ar­stjóri en á inn­an við viku mynd­aði hún nýj­an meiri­hluta vinstri­flokka í Reykja­vík­ur­borg og skrif­aði und­ir kjara­samn­ing við kenn­ara sem formað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga eft­ir langa deilu og verk­föll. Hún seg­ist góð í póli­tík og brenna fyr­ir því að gera borg­ina betri, sem vel sé hægt á þeim fimmtán mán­uð­um sem hún hef­ur fram að kosn­ing­um.

„Ég ætla að nýta þetta tækifæri vel“

„Þetta er dásamleg borg. Ég elska að búa í Reykjavík. Og að fá að taka þátt í að sjá borgina þróast og mannlífið breytast, þetta er bara dásamlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, nýkjörin borgarstjóri í Reykjavík. Borgarstjóratíð hennar er enn talin í dögum og fáir sáu það fyrir, þegar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarfólks í borgarstjórn Reykjavíkur, ákvað að slíta meirihlutasamstarfinu í borginni að það myndi enda með því að nýr vinstri meirihluti tæki við stjórnartaumunum undir forystu Samfylkingarinnar.

Frá hruni hefur borginni verið stýrt í meirihlutasamstarfi sem teygir frá vinstri og yfir miðju, þó Samfylkingin hafi alltaf átt þar aðild. Sú pólitíska greining að um sé að ræða hreinan vinstri meirihluta einfaldar þó kannski að einhverju leyti skilgreiningu Flokks fólksins, leiðtogi hvers hefur stundum lýst sér sem hægri pólitíkus en á öðrum tímum sagst hafa jafnaðarmannahjarta. 

Heiða Björg segir að nýi meirihlutinn, sá fyrsti sem hún leiðir, eigi að mörgu …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IS
    Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Vona að Heiða og "samstarfshóps-systur" hennar geri gott. En þögnin um jafnréttiskröfur Heiðu hingað til vekur hins vegar furðu. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, varst þú ekki meðvitaður um þær?

    Heiða hefur verið mjög hávær um jafnari hut kvenna í ráðum og stjórnum ríkis og sveitarfélaga í sinni pólitísku tíð. En loks þegar hún sjálf hefur mest völdin sjást þær kröfur né uppfylling hvergi. Kannski vildi hún bara hlut kvenna allann. Virðist svo í nöp við karla að gerði athugasemdir við stofnun Karlalistans framboðs til Alþingis. Hví spurði Aðalsteinn ekki út í þetta?

    Betra hefði verið að ráða borgarstjóra, og Heiða yrði forseti borgarstjórnar og frontaði "Samstarfshópinn". Enn betra að borgarstjóraembættið sé aflagt, og breytt í framkvæmdastjóra sbr. Svía. Og að sá yrði karlmaður í tilraun til kynjajafnréttis nú. Enginn karlmaður virðist formaður nefndar RVK sem verulegu máli skiptir að ég finn. Slíkt er jafnrétti Heiðu og hinna kvennanna fjögurra. Aðalsteinn?

    Skiptir kynjajafnréttið þá engu máli þegar sumar eru komnar með völd?
    Er kannski "pólitískur ómöguleiki" til staðar og sem gerir að verkum að við sættum okkur við "samstarfshóp" en ekki meirihluta eða amk minnihlutastjórn, og gerum ekki kröfu um ráðin borgarstjóra kk svo Heiða geti haldið áfram að halda saman samstarfshópnum, og sinna formennsku í Samtökum sveitarfélaga á sama tíma?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár