Fylgi Flokks fólksins mælist 9,1 prósent í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn fékk 13,8 prósent í síðustu kosningum og hefur hann því tapað 4,7 prósentustigum. Greint var frá niðurstöðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Fylgi annarra flokka sveiflast minna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með slétt tveggja prósentustiga meiri stuðning nú en í kosningunum; með 21,4 prósenta stuðning. Samfylkingin er rétt um prósenti sterkari nú, með 21,9 prósenta fylgi.
Fylgi Pírata og Vinstri grænna, sem báðir féllu af þingi í kosningunum, hefur lítið breyst frá kosningum.
Athugasemdir