Landsfundur Flokks fólksins verður lokaður fyrir fjölmiðlum fyrir utan að þeir mega fylgjast með ræðu Ingu Sæland og er gefin kostur á að ræða við hana fyrir utan fundarsalinn að ræðu lokinni. Þá er tekið fram sérstaklega á vefsíðu Flokks fólksins að fundinum verði ekki streymt á vefnum og því ómögulegt að fylgjast með umræðum á fundinum nema viðkomandi sé með sæti á landsfundi og eigi heimagengt.
Ekki er óalgengt að fundir stjórnmálaflokka séu lokaðir að hluta en sjaldgæfara er að fjölmiðlar fái ekki að fylgjast með kosningum í stjórnir flokkanna.
Landsfundurinn hefst klukkan níu um morguninn og nær nokkru hámarki með ræðu Ingu Sæland, formanns flokksins, klukkan 14:00. Kosningar hefjast svo upp úr fjögur og á fundi að vera lokið um hálf sex.
Athugasemdir