Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Frá Bogota á bráðamóttökuna

Á ferð um land­ið heill­uð­ust Sandra Gonza­lez bráða­lækn­ir og Oscar D. Ru­bio æða­skurð­lækn­ir svo af Ís­landi að þau ákváðu að sækja um á Land­spít­al­an­um og setj­ast hér að. Þau segja mik­inn mun á því að vera lækn­ir hér þar sem hægt er að veita öll­um rétta þjón­ustu en í heima­land­inu þar sem þjón­ust­an velt­ur á trygg­ing­um sjúk­linga.

Frá Bogota á bráðamóttökuna
Komin til að vera Sandra og Oscar voru hissa á hvað það reyndist auðsótt að fá vinnu á Landspítalanum og lækningaleyfi hér á landi. Þau reyna nú að læra íslensku, enda komin til að vera. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Sandra Gonzalez bráðalæknir og Oscar D. Rubio æðaskurðlæknir komu sem ferðamenn til Íslands í nóvember 2019. „Við keyrðum hringinn og heilluðumst bæði af landinu. Ísland er mjög fallegt land og ég sagði við manninn minn: „Núna verð ég að koma að sumri til, því ef það er fallegt á veturna – hvernig er þá á sumrin?“ sagði Sandra við Oscar en svo kom Covid. Það var svo árið 2021 sem Oscar keypti flugmiða til Íslands til að bjóða eiginkonunni að sjá eldgosið í Fagradalsfjalli. Sandra segist hafa fallið algjörlega fyrir Íslandi í ferðalaginu. „Þá hugsaði ég: Hér langar mig að búa, ég vil flytja hingað.“

Sandra og Oscar voru að skrá sig út af hóteli þegar hótelstarfsmaðurinn óskar þeim góðrar ferðar til baka og hvetur þau til að heimsækja Ísland aftur. „Ég sagði við starfsmanninn að þetta væri …

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Mjög góð grein. Betur að allir innflytjendur, lærðu að tala og skrifa íslensku. Að þau reyndu og bæðu Íslendinga að tala við þau á íslensku og hjálpa þeim að skilja hana og merkingu orðanna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.
Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu