Sandra Gonzalez bráðalæknir og Oscar D. Rubio æðaskurðlæknir komu sem ferðamenn til Íslands í nóvember 2019. „Við keyrðum hringinn og heilluðumst bæði af landinu. Ísland er mjög fallegt land og ég sagði við manninn minn: „Núna verð ég að koma að sumri til, því ef það er fallegt á veturna – hvernig er þá á sumrin?“ sagði Sandra við Oscar en svo kom Covid. Það var svo árið 2021 sem Oscar keypti flugmiða til Íslands til að bjóða eiginkonunni að sjá eldgosið í Fagradalsfjalli. Sandra segist hafa fallið algjörlega fyrir Íslandi í ferðalaginu. „Þá hugsaði ég: Hér langar mig að búa, ég vil flytja hingað.“
Sandra og Oscar voru að skrá sig út af hóteli þegar hótelstarfsmaðurinn óskar þeim góðrar ferðar til baka og hvetur þau til að heimsækja Ísland aftur. „Ég sagði við starfsmanninn að þetta væri …
Athugasemdir