Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Alheimurinn heima

Leik­verk­ið Heim eft­ir Hrafn­hildi Hagalín skil­ur eft­ir sig slóða af til­finn­ing­um löngu eft­ir að sýn­ingu lýk­ur líkt og stjörnuryk sem svíf­ur um him­in­geim­inn, að mati leik­hús­gagn­rýn­anda Heim­ild­ar­inn­ar.

Alheimurinn heima
Ber ávallt ferskt á borð Leikhúsgagnrýnandi segir það alltaf vera spennandi sjá Margréti Vilhjálmsdóttur takast á við ný hlutverk enda beri hún ávallt eitthvað ferskt á borð. Mynd: Jorri.
Leikhús

Heim

Höfundur Hrafnhildur Hagalín
Leikstjórn Magnús Geir Þórðarson
Leikarar Leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Rán Lima, Alma Blær Sigurjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson

Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson

Þjóðleikhúsið
Gefðu umsögn

Kona kemur heim úr meðferð og fjölskyldan slær upp veislu. Eiginmaður, dóttir og sonur eru öll á nálum enda virðist brotthvarfið hafa átt langan aðdraganda sem endaði næstum því með skelfingu. Hrafnhildur Hagalín snýr loksins aftur á leiksviðið með nýtt leikrit í farteskinu, Heim var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag og leikstýrt af Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra.

Hrafnhildur hefur tilfinningu fyrir bæði formi og samtölum, enda fær höfundur. Eitt af hennar höfundareinkennum er dans á mörkum raunveruleikans. Fjölskyldan sem Heim hverfist um virðist dvelja í annarri vídd, fjórmenningarnir eru nafnlaus, samtöl á skjön og Harold Pinter felur sig á milli setninga þegar textinn er upp á sitt allra besta. Leyndarmál eru mýmörg en Hrafnhildur snýr upp á klisjur með viðbrögðum persóna við afhjúpun, fjölskyldumeðlimir vita yfirleitt meira en þau gefa upp og viðbrögðin ekki endilega í takt við væntingar. Heim er ekki gallalaust leikverk, lausu þræðirnir nokkrir og melódramað of …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár