Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust

Al­freð Erl­ing Þórð­ar­son, sem ákærð­ur er fyr­ir að hafa svipt eldri hjón lífi í Nes­kaup­stað í ág­úst­mán­uði, vildi ekki tjá sig um sak­ar­efn­ið við upp­haf að­al­með­ferð­ar máls­ins í morg­un. „Ég sé bara ekki ástæðu til þess,“ sagði hann í dómsal.

Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust
Alfreð Erling þegar hann yfirgaf Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Mynd: Golli

Aðalmeðferð hófst í morgun í máli gegn Alfreð Erling Þórðarsyni sem er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað þann 21. ágúst síðastliðinn. Í úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir Alfreð Erling var vitnað í mat geðlæknis sem segir hann hafa stjórnast af alvarlegu geðrofi og séu veikindi hans langvinn. Til að hafa stjórn á þeim þurfi hann vistun á viðeigandi stofnum.

Aðalmeðferðin er rekin fyrir Héraðsdómi Austurlands en þinghaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Alfreð er ákærður fyrir manndráp svipt hjónin Björgvin Ólaf Sveinsson og Rósu Benediktsdóttur lífi, þar sem þau voru stödd á heimili sínu. Samkvæmt ákæru veittist Alfreð að þeim báðum innandyra með hamri og sló þau bæði oft með hamrinum, einkum í höfuð, allt með þeim afleiðingum að þau hlutu bæði umfangsmikla og alvarlega áverka á höfði, þar á meðal ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila og smærri áverka á öðrum hlutum líkama en þau létust bæði af völdum áverka á höfði.

Fjögur börn hjónanna krefjast samtals um 45 milljóna í miskabætur.

Hann er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 12. maí 2024 utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum haft í vörslum sínum á almannafæri hníf með 15 sm blaðlengd.

Var í næstum engum samskiptum við hjónin

Alfreð Erling kom í dómsal í fylgd lögreglumanna íklæddur joggingbuxum og vínrauðri hettupeysu. Hann hélt á hálfdrukkinni kókflösku og talaði í lágum hljóðum þegar á hann var yrt.

Hann var meðal annars spurður út í samband sitt við hin látnu en hann svaraði því að þau hefðu átt sauðfé á sveitabæ foreldra hans. Þá væri hann kunningi barna þeirra. Annars hefði hann ekki verið í samskiptum við þau.

Alfreð afþakkaði að tjá sig um sína persónulegu hagi eða sögu sína um andleg veikindi. Þá vísaði hann í það sem kæmi fram í lögregluskýrslu þegar hann var inntur eftir því hvað hefði átt sér stað á umræddum degi í ágúst 2024. „Ég sé bara ekki ástæðu til þess,“ sagði hann þegar hann var spurður hvers vegna hann vildi ekki tjá sig umfram það sem hefði komið fram í skýrslutöku.

Hlé var gert á þinghaldi eftir að ljóst var að Alfreð Erling myndi ekki svara frekari spurningum, á meðan beðið var eftir vitnum sem væntanleg væru fyrir dóminn.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Hörmulegt mál. Og ef maðurinn var með langvinnan geðsjúkdóm er þá ekki spurning af hverju enginn í þessu litlu samfélaginu tók eftir því að honum versnaði...að hann fór í geðróf?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár