Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ

Verk­föll Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hafa ver­ið dæmd ólög­mæt, ut­an verk­falls í leik­skól­an­um í Snæ­fells­bæ. Í til­kynn­ingu frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir að börn og kenn­ar­ar sem hafa ver­ið í verk­falli und­an­farn­ar vik­ur mæti til skóla á morg­un, ut­an leik­skól­ans í Snæ­fells­bæ.

Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ
Frá baráttufundi kennara sem haldinn var í nóvemberbyrjun í Háskólabíói undir yfirskriftinni Framtíðin er húfi – fjárfestum í kennurum. Mynd: Golli

Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið fór í mál gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerðanna. 

Verkfall KÍ í Snæfellsbæ er ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Því þarf KÍ að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.

Síðasta samningafundi í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk síðdegis á föstudag og næsti fundur er boðaður á morgun, mánudag. 

Fyrstu verkföllin hófust 29. október eftir að samningafundum í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hafði lokið án árangurs. Þá hófst ótíma­bund­ið verk­fall í fjór­um leik­skól­um en tíma­bund­ið verk­fall í þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla. Síðan hafa bæst við fleiri skólar og hafa verkfallsaðgerðir alls staðið yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. KÍ stefndi á að frekari verkföll myndu hefjast á næstunni í sex skólum til viðbótar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Gildir ekki sama um framhaldsskóla, sem reknir eru af ríkinu? Allir eða enginn?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár