Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ

Verk­föll Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hafa ver­ið dæmd ólög­mæt, ut­an verk­falls í leik­skól­an­um í Snæ­fells­bæ. Í til­kynn­ingu frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir að börn og kenn­ar­ar sem hafa ver­ið í verk­falli und­an­farn­ar vik­ur mæti til skóla á morg­un, ut­an leik­skól­ans í Snæ­fells­bæ.

Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ
Frá baráttufundi kennara sem haldinn var í nóvemberbyrjun í Háskólabíói undir yfirskriftinni Framtíðin er húfi – fjárfestum í kennurum. Mynd: Golli

Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið fór í mál gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerðanna. 

Verkfall KÍ í Snæfellsbæ er ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Því þarf KÍ að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.

Síðasta samningafundi í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk síðdegis á föstudag og næsti fundur er boðaður á morgun, mánudag. 

Fyrstu verkföllin hófust 29. október eftir að samningafundum í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hafði lokið án árangurs. Þá hófst ótíma­bund­ið verk­fall í fjór­um leik­skól­um en tíma­bund­ið verk­fall í þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla. Síðan hafa bæst við fleiri skólar og hafa verkfallsaðgerðir alls staðið yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. KÍ stefndi á að frekari verkföll myndu hefjast á næstunni í sex skólum til viðbótar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Gildir ekki sama um framhaldsskóla, sem reknir eru af ríkinu? Allir eða enginn?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár