Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ

Verk­föll Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hafa ver­ið dæmd ólög­mæt, ut­an verk­falls í leik­skól­an­um í Snæ­fells­bæ. Í til­kynn­ingu frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir að börn og kenn­ar­ar sem hafa ver­ið í verk­falli und­an­farn­ar vik­ur mæti til skóla á morg­un, ut­an leik­skól­ans í Snæ­fells­bæ.

Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ
Frá baráttufundi kennara sem haldinn var í nóvemberbyrjun í Háskólabíói undir yfirskriftinni Framtíðin er húfi – fjárfestum í kennurum. Mynd: Golli

Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið fór í mál gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerðanna. 

Verkfall KÍ í Snæfellsbæ er ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Því þarf KÍ að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.

Síðasta samningafundi í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk síðdegis á föstudag og næsti fundur er boðaður á morgun, mánudag. 

Fyrstu verkföllin hófust 29. október eftir að samningafundum í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hafði lokið án árangurs. Þá hófst ótíma­bund­ið verk­fall í fjór­um leik­skól­um en tíma­bund­ið verk­fall í þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla. Síðan hafa bæst við fleiri skólar og hafa verkfallsaðgerðir alls staðið yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. KÍ stefndi á að frekari verkföll myndu hefjast á næstunni í sex skólum til viðbótar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Gildir ekki sama um framhaldsskóla, sem reknir eru af ríkinu? Allir eða enginn?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár