Saga Azov-hersveitarinnar í Úkraínu er flókin og marglaga – líkt og saga landsins sjálfs. Það er erfitt hvar sé best að setja niður stjaka að uppruna deildarinnar. Líklegast er best að byrja þegar ríkisstjórn Viktors Yanukovych féll í kjölfar Maidan-byltingarinnar.
Mannskæð mótmæli brutust út í Kænugarði árið 2014 eftir að forsetinn hætti við samning um nánara samband Úkraínu við Evrópusambandið og ákvað að undirrita þess í stað starfssamning við Rússland. Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu. Forsetinn flúði til Rússlands og var leystur frá störfum. Rússneskt herlið réðist síðan inn í Krímskaga og innlimaði í Rússland, auk þess sem herlið Rússa var sent í Donbas-héröðin í austurhluta Úkraínu til að efla hreyfingar aðskilnaðarsinna sem höfnuðu stjórnarskiptunum og vildu aukið samstarf við Rússland.
Sjálfboðasveit Azov
Eftir uppreisnina á Maidan-torgi tók Andriy Biletsky, fyrsti leiðtogi Azov-deildarinnar, þátt í að stofna „Svörtu hersveitina“ ásamt meðlimum aðdáendaklúbbs fótboltaliðsins FC Metalist í Kharkiv. …
Athugasemdir (1)