„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Saga Azov-hersveitarinnar í Úkraínu er flókin og marglaga – líkt og saga landsins sjálfs. Það er erfitt hvar sé best að setja niður stjaka að uppruna deildarinnar. Líklegast er best að byrja þegar ríkisstjórn Viktors Yanukovych féll í kjölfar Maidan-byltingarinnar. 

Mannskæð mótmæli brutust út í Kænugarði árið 2014 eftir að forsetinn hætti við samning um nánara samband Úkraínu við Evrópusambandið og ákvað að undirrita þess í stað starfssamning við Rússland. Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu. Forsetinn flúði til Rússlands og var leystur frá störfum. Rússneskt herlið réðist síðan inn í Krímskaga og innlimaði í Rússland, auk þess sem herlið Rússa var sent í Donbas-héröðin í austurhluta Úkraínu til að efla hreyfingar aðskilnaðarsinna sem höfnuðu stjórnarskiptunum og vildu aukið samstarf við Rússland. 

Sjálfboðasveit Azov

Eftir uppreisnina á Maidan-torgi tók Andriy Biletsky, fyrsti leiðtogi Azov-deildarinnar, þátt í að stofna „Svörtu hersveitina“ ásamt meðlimum aðdáendaklúbbs fótboltaliðsins FC Metalist í Kharkiv. …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár