Stýrivextir Seðlabankans lækka um 0,5 prósentur og verða slétt átta prósent. Útlit er fyrir áframhaldandi verðbólguhjöðnum á komandi misserum, samkvæmt yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans. Verðbólga er í 4,6 prósentum nú og hefur lækkað töluvert frá því sem hún mældist hæst fyrir akkúrat tveimur árum síðan.
Þrátt fyrir lækkunina nú eru stýrivextir bankans en sögulega háir. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í apríl árið 2010, í miðju vaxtalækkunarferli eftir viðbrögð bankans við bankahruninu 2008.
Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem ætlarð er að skýra vaxtaákvörðunina, segir að dregið hafi úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt hafi á hækkun húsnæðisverð. Það séu þó vísbendingar um að kraftur í þjóðarbúinu sé meiri en bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga gefi til kynna. Áfram mælist nokkur hækkun launakostnaðar.
Athugasemdir