Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stýrivextir lækka aftur

Seðla­banki Ís­lands hef­ur lækk­að stýri­vexti um hálft pró­sentu­stig. Stýri­vext­ir standa nú í slétt­um átta pró­sent­um.

Stýrivextir lækka aftur
Bankastjórinn Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri. Mynd: Golli

Stýrivextir Seðlabankans lækka um 0,5 prósentur og verða slétt átta prósent. Útlit er fyrir áframhaldandi verðbólguhjöðnum á komandi misserum, samkvæmt yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans. Verðbólga er í 4,6 prósentum nú og hefur lækkað töluvert frá því sem hún mældist hæst fyrir akkúrat tveimur árum síðan. 

Þrátt fyrir lækkunina nú eru stýrivextir bankans en sögulega háir. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í apríl árið 2010, í miðju vaxtalækkunarferli eftir viðbrögð bankans við bankahruninu 2008. 

Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem ætlarð er að skýra vaxtaákvörðunina, segir að dregið hafi úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt hafi á hækkun húsnæðisverð. Það séu þó vísbendingar um að kraftur í þjóðarbúinu sé meiri en bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga gefi til kynna. Áfram mælist nokkur hækkun launakostnaðar. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár