Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Stýrivextir lækka aftur

Seðla­banki Ís­lands hef­ur lækk­að stýri­vexti um hálft pró­sentu­stig. Stýri­vext­ir standa nú í slétt­um átta pró­sent­um.

Stýrivextir lækka aftur
Bankastjórinn Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri. Mynd: Golli

Stýrivextir Seðlabankans lækka um 0,5 prósentur og verða slétt átta prósent. Útlit er fyrir áframhaldandi verðbólguhjöðnum á komandi misserum, samkvæmt yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans. Verðbólga er í 4,6 prósentum nú og hefur lækkað töluvert frá því sem hún mældist hæst fyrir akkúrat tveimur árum síðan. 

Þrátt fyrir lækkunina nú eru stýrivextir bankans en sögulega háir. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í apríl árið 2010, í miðju vaxtalækkunarferli eftir viðbrögð bankans við bankahruninu 2008. 

Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem ætlarð er að skýra vaxtaákvörðunina, segir að dregið hafi úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt hafi á hækkun húsnæðisverð. Það séu þó vísbendingar um að kraftur í þjóðarbúinu sé meiri en bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga gefi til kynna. Áfram mælist nokkur hækkun launakostnaðar. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu