Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
Fyrrverandi flokkssystur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Á. Andersen hafa báðar verið dómsmálaráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sú síðarnefnda gekk til liðs við Miðflokkinn í haust.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og frambjóðanda til formanns, lýsa „miklu blæti til skriffinnsku.“ Vísaði Sigríður þar til ummæla fyrrverandi flokksystur sinnar um að Flokkur fólksins væri ekki enn orðinn stjórnmálaflokkur.

„Að halda því fram að flokkur sem situr á Alþingi sé ekki „stjórnmálaflokkur“ af því að eyðublaði hefur ekki verið skilað til ríkisins lýsir miklu blæti til skriffinnsku,“ skrifaði þingmaður Miðflokksins á samfélagsmiðilinn X fyrr í dag.

Áslaug Arna tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á fundi í Sjálfstæðissalnum í gær. Hún er enn sem komið er sú eina sem hefur látið í ljós vilja til að taka við forystu flokksins en enn eru Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson orðuð við framboð. 

Það að Flokkur fólksins væri ekki enn orðinn stjórnmálaflokkur sagði Áslaug í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en umræða um styrkveitingar til flokksins hafa verið í hámælum síðustu daga. Snýst málið um það að flokkurinn hafi þegið ríkisstyrki til stjórnmálasamtaka án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu slíkra samtaka. En Flokkur fólksins er skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök og verður því af styrknum í ár.  

Fleiri flokkar þáðu styrki rangt skráðir

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að aðrir stjórnmálaflokkar hefðu einnig þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. 

Árið 2022 hefði Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis þegið 167 milljónir króna, stuttu áður en skráningu flokksins var breytt. Má þetta teljast nokkuð áhugavert í ljósi þess að þeir sem hafa gagnrýnt Flokk fólksins hvað mest vegna opinberu styrkjanna eru einmitt Sjálfstæðismenn.

Rangar skráningar hafa einnig verið uppi á teningnum meðal annarra flokka. Vinstri græn þáðu framlög sem námu 266,6 milljónum króna án þess að uppfylla skilyrði laga um rétta skráningu. Sósíalistaflokkurinn fékk 50,5 milljónir króna, en hann var rangt skráður 2022 og 2023, og Píratar fengu 66,8 milljónir.

Enn liggur ekki fyrir hvort stjórnmálaflokkunum verði gert að endurgreiða opinbera styrki sína, líkt og stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson sagði óhjákvæmilegt í samtali við RÚV fyrr í dag. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að styrkjamálið væri í skoðun og vinnslu innan ráðuneytisins. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þetta er ekki skriffinskublæti, þetta er Flokks Fólksins blæti sem gengur út á að leggja þann flokk í einelti. Þetta mál er ósköp einfalt. Auðvititað eiga allir flokkar sem þáðu greiðslur þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði að endurgreiða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur efni á því en hinir fara á hausinn og rísa upp daginn eftir eins og fugliin Fönix, með nýja kennitölu.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ekki er ég oft sammála Sigríði, en þetta mál er með miklum ólíkindum. Ríkið greiðir stjórnmálaflokkum árum saman peninga án þess að gæta að skráningarforminu. Vg, Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins eru öll vissulega stjórnmálaflokkar. Greiðslan fer eftir kjörfylgi, sem er væntanlega aðalatriði. Málið snýst því um hvort sé mikilvægara form eða innihald.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár