Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
Fyrrverandi flokkssystur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Á. Andersen hafa báðar verið dómsmálaráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sú síðarnefnda gekk til liðs við Miðflokkinn í haust.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og frambjóðanda til formanns, lýsa „miklu blæti til skriffinnsku.“ Vísaði Sigríður þar til ummæla fyrrverandi flokksystur sinnar um að Flokkur fólksins væri ekki enn orðinn stjórnmálaflokkur.

„Að halda því fram að flokkur sem situr á Alþingi sé ekki „stjórnmálaflokkur“ af því að eyðublaði hefur ekki verið skilað til ríkisins lýsir miklu blæti til skriffinnsku,“ skrifaði þingmaður Miðflokksins á samfélagsmiðilinn X fyrr í dag.

Áslaug Arna tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á fundi í Sjálfstæðissalnum í gær. Hún er enn sem komið er sú eina sem hefur látið í ljós vilja til að taka við forystu flokksins en enn eru Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson orðuð við framboð. 

Það að Flokkur fólksins væri ekki enn orðinn stjórnmálaflokkur sagði Áslaug í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en umræða um styrkveitingar til flokksins hafa verið í hámælum síðustu daga. Snýst málið um það að flokkurinn hafi þegið ríkisstyrki til stjórnmálasamtaka án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu slíkra samtaka. En Flokkur fólksins er skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök og verður því af styrknum í ár.  

Fleiri flokkar þáðu styrki rangt skráðir

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að aðrir stjórnmálaflokkar hefðu einnig þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. 

Árið 2022 hefði Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis þegið 167 milljónir króna, stuttu áður en skráningu flokksins var breytt. Má þetta teljast nokkuð áhugavert í ljósi þess að þeir sem hafa gagnrýnt Flokk fólksins hvað mest vegna opinberu styrkjanna eru einmitt Sjálfstæðismenn.

Rangar skráningar hafa einnig verið uppi á teningnum meðal annarra flokka. Vinstri græn þáðu framlög sem námu 266,6 milljónum króna án þess að uppfylla skilyrði laga um rétta skráningu. Sósíalistaflokkurinn fékk 50,5 milljónir króna, en hann var rangt skráður 2022 og 2023, og Píratar fengu 66,8 milljónir.

Enn liggur ekki fyrir hvort stjórnmálaflokkunum verði gert að endurgreiða opinbera styrki sína, líkt og stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson sagði óhjákvæmilegt í samtali við RÚV fyrr í dag. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að styrkjamálið væri í skoðun og vinnslu innan ráðuneytisins. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þetta er ekki skriffinskublæti, þetta er Flokks Fólksins blæti sem gengur út á að leggja þann flokk í einelti. Þetta mál er ósköp einfalt. Auðvititað eiga allir flokkar sem þáðu greiðslur þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði að endurgreiða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur efni á því en hinir fara á hausinn og rísa upp daginn eftir eins og fugliin Fönix, með nýja kennitölu.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ekki er ég oft sammála Sigríði, en þetta mál er með miklum ólíkindum. Ríkið greiðir stjórnmálaflokkum árum saman peninga án þess að gæta að skráningarforminu. Vg, Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins eru öll vissulega stjórnmálaflokkar. Greiðslan fer eftir kjörfylgi, sem er væntanlega aðalatriði. Málið snýst því um hvort sé mikilvægara form eða innihald.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár