Brúna tímabilið heitir ný sýning Ragnars Kjartanssonar í i8 Granda í Marshall-húsinu. Hugrenningatengsl kvikna óhjákvæmilega við bláa tímabilið hjá Piccasso og einkennisliti ýmissa annarra listamanna. Yves Klein átti sinn bláa lit. Blár var einnig algengur í verkum Van Goghs en þá iðulega í samspili við gulan. Hjá Vermeer var það sama upp á teningnum. Barnett Newman átti sinn rauða lit og Degas og Chagall grænan. Við gætum haldið áfram en þyrftum að grafa ansi djúpt til þess að finna listamann sem hefði tengst brúnum sterkum böndum, ef við þá fyndum hann yfirleitt.
Þetta kann að virðast undarlegt. Í Biblíunni segir að maðurinn sé gerður úr leir. Þá goðsögn má finna í fleiri trúarbrögðum og menningarheimum. Brúnn er litur leirsins. Hann er litur moldarinnar sem við öll munum aftur að verða. Úr moldinni fáum við sömuleiðis næringu sem heldur okkur gangandi þar til við erum grafin í henni. Brúnn tengist þannig …
Athugasemdir