Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur held­ur bet­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
Listaverk gert á meðan viðtali stóð, vil helst geta notað það sem forsíðu. Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður teiknaði Ásdísi. Mynd: Stefanie Ganschow

„Ég hef alltaf gert tónlist. En hún fór ekki að verða að vinnu fyrr en 2019, myndi ég segja,“ segir Ásdís María, aðspurð um hvenær hún byrjaði að búa til músík. Á skömmum tíma hefur Ásdís fjórum sinnum verið með lag á topp-tíu-vinsældalista útvarpsstöðva í Þýskalandi, þar af eitt lag í fyrsta sæti. Nýverið gaf hún út lagið Touch Me sem rauk strax upp í áttunda sæti. Þá var lag eftir hana tilnefnt sem popplag ársins í Þýskalandi nú 2024.

Raunar á þetta viðtal sér sérkennilegan aðdraganda því blaðamaður var á ferð í Berlín ásamt stjúpdóttur sinni af fyrra sambandi sem spurði: „Ætlarðu ekki að taka viðtal við Ásdísi? Hún er orðin poppstjarna hérna!“

Blaðamann rámaði í Ásdísi á unglingsárum, frjálslegri í fasi, en hafði ekki áttað sig að sú Ásdís væri sú sama og sú sem kvaðst samvisku sinnar vegna ekki geta fylgt sigurlagi sínu eftir í lokakeppni Eurovision …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu