„Ég hef alltaf gert tónlist. En hún fór ekki að verða að vinnu fyrr en 2019, myndi ég segja,“ segir Ásdís María, aðspurð um hvenær hún byrjaði að búa til músík. Á skömmum tíma hefur Ásdís fjórum sinnum verið með lag á topp-tíu-vinsældalista útvarpsstöðva í Þýskalandi, þar af eitt lag í fyrsta sæti. Nýverið gaf hún út lagið Touch Me sem rauk strax upp í áttunda sæti. Þá var lag eftir hana tilnefnt sem popplag ársins í Þýskalandi nú 2024.
Raunar á þetta viðtal sér sérkennilegan aðdraganda því blaðamaður var á ferð í Berlín ásamt stjúpdóttur sinni af fyrra sambandi sem spurði: „Ætlarðu ekki að taka viðtal við Ásdísi? Hún er orðin poppstjarna hérna!“
Blaðamann rámaði í Ásdísi á unglingsárum, frjálslegri í fasi, en hafði ekki áttað sig að sú Ásdís væri sú sama og sú sem kvaðst samvisku sinnar vegna ekki geta fylgt sigurlagi sínu eftir í lokakeppni Eurovision …
Athugasemdir