Enn greinist skæð fuglainflúensu í villtum fuglum. Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur nú einnig staðfest greiningu á veirunni í minki sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar. Engin ný tilfelli hafa greinst í köttum eða öðrum spendýrum.
Gert er ráð fyrir að yfirgnæfandi líkur séu á að grágæsir sem finnast dauðar á höfuðborgarsvæðinu hafi drepist vegna fuglainflúensu
Eftir að rannsóknir á sýnum úr nokkrum fjölda grágæsa staðfestu skæða fuglainflúensu, er gert er ráð fyrir að yfirgnæfandi líkur séu á að grágæsir sem finnast dauðar á höfuðborgarsvæðinu hafi drepist vegna fuglainflúensu og því eru ekki lengur tekin sýni úr þeim.
Matvælastofnun áætlar, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að um 150 hræ grágæsa hafi fundist frá því um áramót í Reykjavík, og síðan í síðustu viku líka annarstaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar skæð fuglainflúensa, H5N5, kom upp á kalkúnabúi …
Athugasemdir