Ungfrú Ísland
Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson Meðhöfundur: leikmyndar: Brynja Björnsdóttir Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Tónlistarstjórn: Unnsteinn Manuel Stefánsson Hljóðmynd: Unnsteinn Manuel Stefánsson og Jón Örn Eiríksson Myndbandshönnun: Pálmi Jónsson og Brynja Björnsdóttir Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Hekla Gottskálksdóttir stendur á tímamótum í lífinu. Hún er á leiðinni til Reykjavíkur til að elta skáldadrauma sína. Árið er 1963 og Ísland stendur á tímamótum. Samfélagsbreytingar krauma undir yfirborðinu í leit að gosopi. Hvernig mun ungri konu farnast í samfélagi þar sem ekki er pláss fyrir hennar drauma og tilvist? Ungfrú Ísland var frumsýnd í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag og er í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur.
Bókmenntaverk hafa löngum verið vinsæll efniviður til að færa yfir á leiksvið. Ungfrú Ísland er eftir Auði Övu Ólafsdóttur en leikgerðin er í höndum Bjarna Jónssonar og leikstjóra. Lykilatriði við aðlaganir fyrir leiksvið er að fanga kjarna verksins, bæði í framvindu og formi. Hið síðara tekst hér en hið fyrra síður. Umgjörðin er draumkennd og flæðandi en sagan fyllir ekki nægilega vel í formið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um mikilvægi boðskaparins, baráttu kvenna fyrir stað í samfélaginu, þá ristir sagan sjaldan djúpt.
Hlutskipti aðalpersónunnar …
Athugasemdir