„Meiðið hann ekki, strákar!“

Það seg­ir sína sögu um Don­ald Trump að hann skuli nú eng­an Banda­ríkja­for­seta dá meira en William McKinley. Hér seg­ir af því þeg­ar hann var myrt­ur í borg­inni Buffalo haust­ið 1901

„Meiðið hann ekki, strákar!“
McKinley skotinn í „hofi tónlistarinnar“.

Íborginni Buffalo í New York-ríki gerðist sá atburður í september 1901 að tilræðismaður varð Bandaríkjaforseta að bana. Sá atburður er sögulegur í sjálfu sér en kannski enn athygliverðari nú en áður því athyglin hefur í auknum mæli beinst að þessum forseta, William McKinley, eftir að Donald Trump festi á honum mikla aðdáun.

Svo kíkjum aftur á McKinley.

Maður tollmúranna

Efnahagslífið hafði náð sér vel á strik eftir djúpa kreppu sem hófst 1893 og McKinley var þakkaður sá bati. Forsetinn hafði reist heilmikla tollmúra um bandarískan iðnað og framleiðslu og aðdáendur verndartolla hafa æ síðan bent á þetta dæmi sem sönnun á nytsemi tollanna.

Það er einmitt tollastefna McKinleys sem veldur því að hann er nú orðinn eftirlætisforseti Trumps því helsta töfraorð hans til að leysa öll vandamál er nú „tollar“.

Hagfræðingar nútildags munu ekki vera sannfærðir um að það hafi endilega verið tollmúrar McKinleys sem komu efnahagslífinu aftur á …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár