Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Meiðið hann ekki, strákar!“

Það seg­ir sína sögu um Don­ald Trump að hann skuli nú eng­an Banda­ríkja­for­seta dá meira en William McKinley. Hér seg­ir af því þeg­ar hann var myrt­ur í borg­inni Buffalo haust­ið 1901

„Meiðið hann ekki, strákar!“
McKinley skotinn í „hofi tónlistarinnar“.

Íborginni Buffalo í New York-ríki gerðist sá atburður í september 1901 að tilræðismaður varð Bandaríkjaforseta að bana. Sá atburður er sögulegur í sjálfu sér en kannski enn athygliverðari nú en áður því athyglin hefur í auknum mæli beinst að þessum forseta, William McKinley, eftir að Donald Trump festi á honum mikla aðdáun.

Svo kíkjum aftur á McKinley.

Maður tollmúranna

Efnahagslífið hafði náð sér vel á strik eftir djúpa kreppu sem hófst 1893 og McKinley var þakkaður sá bati. Forsetinn hafði reist heilmikla tollmúra um bandarískan iðnað og framleiðslu og aðdáendur verndartolla hafa æ síðan bent á þetta dæmi sem sönnun á nytsemi tollanna.

Það er einmitt tollastefna McKinleys sem veldur því að hann er nú orðinn eftirlætisforseti Trumps því helsta töfraorð hans til að leysa öll vandamál er nú „tollar“.

Hagfræðingar nútildags munu ekki vera sannfærðir um að það hafi endilega verið tollmúrar McKinleys sem komu efnahagslífinu aftur á …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár