Birkir Kristinsson, fyrrverandi starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis, tapaði máli sínu gegn Íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómur í máli Birkis og Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Glitnis var kveðinn upp í Strassborg í morgun. Dómurinn dæmdi Jóhannesi í vil í einum kærulið en sýknaði ríkið í öðrum kæruliðum hans.
Birkir og Jóhannes voru dæmdir til fangelsisrefsingar í Hæstarétti árið 2015 vegna viðskipta bankans við BK-44 ehf. Lánaði bankinn félaginu 3,8 milljarða króna í nóvember 2007 en lánið var nýtt til kaupa á hlutafé í bankanum.
Í dómi Hæstaréttar er þess sérstaklega getið að bankinn hafi tapað stórkostlega á þessum viðskiptum, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan almenning. Fjórir hlutu dóma í málinu fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og brot á lögum um ársreikninga. Jóhannes var dæmdur fyrir umboðssvik og hlaut þriggja ára fangelsisvist og Birkir var dæmdur fyrir hlutdeildarbrot auk brota á lögum um ársreikninga og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur mildaði refsingu …
Athugasemdir