Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg

Birkir Kristinsson, fyrrverandi starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis, tapaði máli sínu gegn Íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómur í máli Birkis og Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Glitnis var kveðinn upp í Strassborg í morgun. Dómurinn dæmdi Jóhannesi í vil í einum kærulið en sýknaði ríkið í öðrum kæruliðum hans.

Birkir og Jóhannes voru dæmdir til fangelsisrefsingar í Hæstarétti árið 2015 vegna viðskipta bankans við BK-44 ehf. Lánaði bankinn félaginu 3,8 milljarða króna í nóvember 2007 en lánið var nýtt til kaupa á hlutafé í bankanum.

Í dómi Hæstaréttar er þess sérstaklega getið að bankinn hafi tapað stórkostlega á þessum viðskiptum, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan almenning. Fjórir hlutu dóma í málinu fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og brot á lögum um ársreikninga. Jóhannes var dæmdur fyrir umboðssvik og hlaut þriggja ára fangelsisvist og Birkir var dæmdur fyrir hlutdeildarbrot auk brota á lögum um ársreikninga og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur mildaði refsingu …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    ábyrgir á það að vera... rukka er ekki misritun.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og ef bankinn hefði ekki "hrunið" hvað þá ? Í dag er öldin önnur við seljum völdum vanhæfum aðilum bankahluta og enginn fær á baukinn. Telst ekki með þegar bankastjórara eru gerðir ábygir, fá tugmilljóna kveðjupakka og beðnir um að fara og hætta að rukka bátnum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár