Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg

Birkir Kristinsson, fyrrverandi starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis, tapaði máli sínu gegn Íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómur í máli Birkis og Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Glitnis var kveðinn upp í Strassborg í morgun. Dómurinn dæmdi Jóhannesi í vil í einum kærulið en sýknaði ríkið í öðrum kæruliðum hans.

Birkir og Jóhannes voru dæmdir til fangelsisrefsingar í Hæstarétti árið 2015 vegna viðskipta bankans við BK-44 ehf. Lánaði bankinn félaginu 3,8 milljarða króna í nóvember 2007 en lánið var nýtt til kaupa á hlutafé í bankanum.

Í dómi Hæstaréttar er þess sérstaklega getið að bankinn hafi tapað stórkostlega á þessum viðskiptum, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan almenning. Fjórir hlutu dóma í málinu fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og brot á lögum um ársreikninga. Jóhannes var dæmdur fyrir umboðssvik og hlaut þriggja ára fangelsisvist og Birkir var dæmdur fyrir hlutdeildarbrot auk brota á lögum um ársreikninga og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur mildaði refsingu …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    ábyrgir á það að vera... rukka er ekki misritun.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og ef bankinn hefði ekki "hrunið" hvað þá ? Í dag er öldin önnur við seljum völdum vanhæfum aðilum bankahluta og enginn fær á baukinn. Telst ekki með þegar bankastjórara eru gerðir ábygir, fá tugmilljóna kveðjupakka og beðnir um að fara og hætta að rukka bátnum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu