Fyrirtækið Kaldvík áformar að ala lax í sjókvíum á þremur stöðum í Seyðisfirði. Matvælastofnun, MAST, hefur unnið tillögu að leyfinu sem er fyrir allt að 10 þúsund tonna laxeldi í firðinum. Frestur til að skila inn athugasemdum til MAST vegna rekstrarleyfisins rennur út í dag.
Leyfisveitingin hefur verið afar umdeild og stendur VÁ - félag um vernd fjarðar, fyrir undirskriftarsöfnun gegn henni en þegar þessar línur eru skrifaðar hafa safnast tæplega 12 þúsund undirskriftir.
Árið 2023 sýndi skoðanakönnun Gallup að 75 prósent Seyðfirðinga voru andvíg áformum um sjókvíaeldi í firðinum, en fyrirtækið Kaldvík hét á þeim tíma Ice Fish Farm. Nýja nafnið var tekið upp síðasta vor um svipað leyti og fyrirtækið var skráð á íslenska First North markaðinn. Umrætt rekstrarleyfi byggir á umsóknarferli sem hófst 2014 þegar matsáætlun umhverfisáhrifa voru kynnt.
Fjögurra ára barátta
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, segir samtökin hafa verið og verða áfram í samtali við …
Athugasemdir