Háskólinn á Bifröst tók upp á því að innheimta prófgjöld frá nemendum sínum haustið 2024, eftir að skólagjöld sjálfstætt starfandi háskóla voru felld niður. „Nemendur greiða 6000 kr fyrir fyrsta próf á önn og svo 3000 kr fyrir hvert próf eftir það. Þessum gjöldum er eingöngu ætlað að standa undir kostnaði, sem þau gera að hluta til,“ segir í svari háskólans við fyrirspurn Heimildarinnar.
Þetta nýja fyrirkomulag hefur í för með sér að einn nemandi gæti jafnvel þurft að láta á annan tug þúsund króna rakna af hendi til að fá að þreyta próf í lok árs, að sögn hagsmunafulltrúa nemenda.
Samkvæmt svarinu frá háskólanum voru prófgjöldin tekin upp til að standa straum af kostnaði sem fellur til vegna prófa. En í því er vísað í lög um opinbera háskóla frá 2008. Samkvæmt þeim er háskóla leyfilegt að afla sér tekna með gjöldum til að standa undir gerð, fyrirlögn og …
Athugasemdir