Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
Kolfinna Eldey

„Þegar svona lagað gerist er eins og maður sé sleginn í höfuðið með sleggju. Hjartað springur og allt sem maður einu sinni hélt að skipti máli sér maður að skiptir ekki nokkru máli. Þegar það dýrmætasta sem maður á er tekið frá manni þá finnst manni maður engu hafa að tapa lengur.“

Þetta skrifar Ingibjörg Dagný Ingadóttir í færslu á Facebook-síðu sinni. Dóttir hennar – hin tíu ára gamla Kolfinna Eldey Sigurðardóttir – fannst látin við Krýsuvíkurveg í september. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið dóttur sinni bana. 

Vitnað er til færslunnar með góðfúslegu leyfi frá Ingibjörgu Dagnýju.

Hún segist frekar hafa átt von á að fá loftstein í höfuðið en því sem gerðist í september. „Í langan tíma beið ég bara eftir að vakna því þetta hlyti að vera martröð. En í stað þess hvern dag sem ég vaknaði þá beið mín martröð. Einhver allt önnur veröld sem ég þekkti ekki en var fleygt harkalega inn í.

Aldrei á ævinni hef ég verið jafn mikið til í að vakna ekki á morgnana. En ég hef neyðst til að vakna. Ekki bara í einu tilliti. Ég hef vaknað upp af þeim svefni sem við erum látin sofa sem samfélag,“ skrifar hún.

„Ég missti meira en dóttur mína þann 15. september“
Ingibjörg Dagný Ingadóttir
-móðir Kolfinnu Eldeyjar

Sigurður hafi elskað dóttur sína og hún hann

Ingibjörg segir engan sem þekkti barnsföður hennar hafa ætlað að trúa því sem átti sér stað, þetta hafi komið flatt upp á alla.

„Því hann hefur ætíð verið kurteis, hjálpsamur, samviskusamur, örlátur og duglegur. Hann hefur alltaf verið mín stoð og stytta og minn besti vinur. Hann elskaði dóttur sína og gerði allt fyrir hana. Hún elskaði hann og þau áttu ætíð gott samband. Upplifun mín hefur því verið að ég missti meira en dóttur mína þann 15. september.“

Síðasta vor týndist Sigurður Fannar sporlaust heiman frá sér í Grafarvogi, mætti ekki til vinnu og ekki var hægt að ná í hann. Ingibjörg Dagný lét því lýsa eftir honum. Þegar liðið var á þriðja sólarhring fannst hann á gangi í Kópavogi.

„Hann var orðinn uppþornaður og með sár á fótum eftir að hafa labbað stanslaust. Hann hafði bara gengið um allan þann tíma í einhverju geðrofi, maníu eða einhverju sem ég kann ekki betur að nefna. En það var ljóst að það var eitthvað að. Hann fékk aðhlynningu í einhverjar klukkustundir á bráðamóttökunni áður en hann var útskrifaður,“ skrifar Ingibjörg Dagný.

Hún segir að eftir þetta hafi hún hjálpað Sigurði að sækja um hjálp á geðdeildinni. „Hann fær einhverjar pillur frá læknum eins og þeim er von og vísa og eftir einhverra daga bið fær hann höfnun frá áfallateyminu. Ekkert viðtal, engar skýringar, ekki neitt.“

Ætluðu að leika sér með nýtt leikfang

Sumarið segir Ingibjörg að hafi liðið áfallalaust. Sigurður hafi þó drekkt sér í vinnu, líkt og fólk sem hafi gengið í gegnum áföll sé gjarnt á að gera. „En ég sé að það er alltaf eitthvað að plaga hann,“ skrifar hún.

Sunnudaginn sem dóttir Ingibjargar lést fór Sigurður í Hafnarfjörð til að útrétta og dytta að bílnum sínum. Ingibjörg segir hann hafa haft Kolfinnu Eldeyju með því að þau hafi ætlað að finna sér stað til að leika með leikfang sem þær höfðu keypt nokkrum dögum áður – bolta til að kasta á milli tveggja festispjalda með frönskum rennilás.

„En þau skila sér ekki úr þeirri ferð. Ég var búin að hringja margsinnis og það var mjög óvenjulegt að hann skyldi ekki svara mér í síma. Upp úr níu um kvöldið fæ ég löggu og prest heim til mín og veröldin hrynur. Restin er sögð saga.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist þarna útfrá. Það veit enginn. Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að gera svona lagað. Hann man ekki sjálfur hvað gerðist. Hann var kominn langleiðina með að taka eigið líf og er alveg eyðilagður. Við syrgjum bæði dóttur okkar.“

„Samfélagið þarf að vakna“

Ingibjörg segir að hún sé að segja sögu sína vegna þess að samfélagið þurfi að vakna.

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvernig kerfunum hefur verið leyft að koma fram við okkur. Hvernig orðræðunni hefur lengi verið stýrt í þá áttina að láta okkur berjast innbyrðis og valda sundrungu milli okkar. Hvernig fólk hefur verið stimplað klikkað, geðveikt og ruglað.

Þannig var réttlætt að afskrifa það, loka inni og hlusta ekki á það. Á meðan þetta er ekkert annað en fólk sem hefur þurft að þola mismikið af misstórum áföllum. Og þau fá takmarkaða hjálp, ef einhverja. Það er eins og stefnan sé að hjálpin eigi að vera einhver lúxusvara sem bara ríka fólkið á að eiga kost á. Af hverju ætli það sé.“

Ingibjörg segir að pillur séu ekki lausn frekar en hækjur og að rót vandans sé enn til staðar. Hana þurfi að finna og takast á við. „Hún liggur oftar en marga grunar í áföllum sem hefur aldrei verið unnið úr. Börn eiga ekki að þurfa að erfa áföll foreldra sinna. Við erum öll á sömu skútunni. Við þurfum að vinna saman.“

Ingibjörg veltir því fyrir sér af hverju það sé yfirhöfuð hægt að neita fólki sem vanti hjálp um hana.

„Hver gefur öðrum rétt til að ákveða hvort ég þurfi hjálp eða ekki? Eina hlutverk stofnana á að vera að finna út úr því hvernig hjálp hentar í samráði við sjúklinginn, því hann er jú sérfræðingur í sinni eigin líðan. Annað er bara ofbeldi. Viljum við ekki samfélag þar sem fólk fær hjálp? Viljum við búa í samfélagi þar sem sjálfsvígstíðni, morð og ofbeldisglæpir eru algengir?“

„Það á ekki nokkur manneskja að þurfa að jarða barnið sitt“

Ingibjörg segist vera lánsöm og þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með dóttur sinni. „Hún var alltaf sólargeisli í mínu lífi. Og ég mun gera mitt besta á minni lífsleið að fylgja hennar fordæmiað dreifa gleði og ást. Því þegar minn tími loks kemur og ég fæ að yfirgefa þetta jarðsvið þá vil ég að ég hafi lokið mínum verkefnum með sóma svo bæði hún og ég geti verið stoltar af mér.“

Kolfinna Eldey hafi lýst upp herbergið aðeins með því að vera til „Dóttir mín var góð, fyndin, vitur, skemmtileg, full af orku og hugmyndum, skapandi og frjáls. Hún var kærleiksrík, elskuleg, sjálfstæð, umhyggju- og hjálpsöm. Allir sem hana þekktu elskuðu hana.“

Ingibjörg segir Kolfinnu Eldeyju hafa kennt sér margt. „Dóttir mín var betri manneskja en ég hef nokkru sinni verið. Hún átti þetta ekki skilið.Hún gaf frá sér svo mikla ást. Hún kom til mín til að minna mig á það hver ég er. Hver við öll erum. Við erum fyrst og fremst kærleiksverur. Við fæðumst með eiginleikann til að elska, og það er það eina sem barn biður um þegar það kemur í heiminn. Ást og umhyggja.“

Ingibjörg segir það eina sem nokkurn tíma muni skipta raunverulegu máli í lífinu vera hvort fólk hafi hjálpað öðrum. „Ef þú getur verið sólargeisli í lífi einhvers þá hefurðu náð markmiði lífsins. Þetta er ekki flóknara en það. Þegar þú skilur það þá skilurðu lífið. Eitthvað sem gert er af ást og samkennd er ávallt rétta ákvörðunin.“

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Bjart og fallegt ljós er slokknað. Megi allar góðar vættir halda utan um syrgjendur. Mikið dáist ég að þessari yndislegu móður. Og megi þau sjá að sér, sem hafa vald og ráða yfir fjármagni til að styðja við og styrkja geðheilbrigðiskerfið okkar, en kjósa að gera það ekki.
    2
  • MPH
    Marinó P Hafstein skrifaði
    Hryllilega sorglegt.
    0
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Megi Guð hjálpa þessum veslings manneskjum til að vinna úr þessum áföllum og sársauka.
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Þau voru nokkur svona lítil ljós sem slokknuðu á síðasta ári. Það er vont að sjá og verða vitni að, en verra að vera aðstandandi. Við verðum að fara að girða okkur í brók og gera betur. Þetta er allt of dýrt fyrir okkur öll.
    2
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Faðirinn þarf samt töluvert meiri hjálp en nokkur annar í fjölskyldunni. Þetta drama hverfur ekki sama hvað manneskja vinnur í sjálfri sér eða tekur marga AA fundi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár