Íbúi telur borgina bera ábyrgð vegna brunans

Kona sem missti heim­ili sitt vegna elds­voð­ans á Sæv­ar­höfða í vik­unni seg­ir Reykja­vík­ur­borg bera mikla ábyrgð. Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar hefði ver­ið lof­að að þeir fengju al­menni­legt svæði en ekki hefði ver­ið stað­ið við það. „Mað­ur bara velt­ir fyr­ir sér hvað þurfi eig­in­lega að ger­ast til að menn vakni,” seg­ir vara­borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins.

Íbúi telur borgina bera ábyrgð vegna brunans
Óboðlegt til búsetu Vilberg Guðmundsson og Berg­þóra Páls­dótt­ir segja að sér hafi verið afar brugðið þegar eldurinn kom upp. Þau bjuggu bæði áður í Laugardalnum og hafa kallað eftir því að Reykjavíkurborg standi við gefin orð um að finna hjólhýsabyggðinni mannsæmandi stað, annars staðar en á Sævarhöfðanum. Geirdís fékk að gista hjá Bergþóru nóttina sem bruninn varð. Mynd: Golli

„Ég er búin að missa fullt, en ég missti ekki allt – það voru tveir sem gerðu það, þeir misstu allt. Það er bara ömurlegt,“ segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, íbúi í hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða. Upp úr klukkan fjögur á miðvikudagsmorguninn var hún vakin af nágranna sínum í hjólhýsinu við hliðina á henni. Það var kviknað í.

Geirdís hljóp út  í náttfötum og inniskóm og meðan hún fylgdist með eldinum eyðileggja hýsi nágranna síns hugsaði hún með sér: „Ekki einu sinni enn.“ Í eldsvoðanum á Sævarhöfða missti Geirdís nefnilega heimili sitt í bruna í þriðja skiptið á ævinni. Hjólhýsi hennar brann ekki – en ein hlið þess bráðnaði vegna eldsins sem geisaði við hliðina á. Geirdísi tókst að bjarga sumum eigum sínum og hundinum Tinnu en hjólhýsið er ónýtt.

Geirdís segir að annar nágranni hennar, sem hafði verið á leiðinni úr landi þegar hann frétti af brunanum og sneri heim, hafi …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hjólhýsabyggðin

Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.
Við erum ekkert „trailer trash“
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu