„Ég er búin að missa fullt, en ég missti ekki allt – það voru tveir sem gerðu það, þeir misstu allt. Það er bara ömurlegt,“ segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, íbúi í hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða. Upp úr klukkan fjögur á miðvikudagsmorguninn var hún vakin af nágranna sínum í hjólhýsinu við hliðina á henni. Það var kviknað í.
Geirdís hljóp út í náttfötum og inniskóm og meðan hún fylgdist með eldinum eyðileggja hýsi nágranna síns hugsaði hún með sér: „Ekki einu sinni enn.“ Í eldsvoðanum á Sævarhöfða missti Geirdís nefnilega heimili sitt í bruna í þriðja skiptið á ævinni. Hjólhýsi hennar brann ekki – en ein hlið þess bráðnaði vegna eldsins sem geisaði við hliðina á. Geirdísi tókst að bjarga sumum eigum sínum og hundinum Tinnu en hjólhýsið er ónýtt.
Geirdís segir að annar nágranni hennar, sem hafði verið á leiðinni úr landi þegar hann frétti af brunanum og sneri heim, hafi …
Athugasemdir