Köttur á heitu blikkþaki
Ungur maður liggur í rúmi á ættaróðalinu, staðsett á plantekru föður síns. Fyrrum eigendur landareignarinnar, „piparsveinar“ sem deildu sama herbergi, eru löngu látnir en ungi maðurinn virðist staðráðinn í að fylgja þeim yfir móðuna miklu með því að drekka sig í hel.
Fortíðardraugar dvelja á ættaróðalinu ásamt fjölskyldunni sem er samankomin til að halda upp á stórafmæli fjölskylduföðurins, fortíðardraugar sem bera með sér eftirsjá, ókláruð samtöl og lygar. Fyrsti þátturinn er nánast fullkominn hvað varðar innihald og form þar sem Brick og eiginkonan hans Maggie þræta, aðallega er það Maggie sem talar. Í öðrum þætti skiptir höfundurinn um takt þegar feðgarnir, Brick og Stóri pabbi, takast á en heldur sig við sömu stefin. Í þriðja þætti mætast allar persónur í lokauppgjöri. Hér er notast við breyttan þriðja þátt, endurskrifaðan að beiðni Elia Kazan, sem leikstýrði upphaflegu uppsetningunni á Broadway, þar sem Stóri pabbi snýr aftur eftir að hafa yfirgefið samtal …
Athugasemdir