Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Jón Gunnarsson hreppir þingsæti Bjarna

Þar sem að Bjarni Bene­dikts­son ætl­ar ekki að sitja áfram á þingi tek­ur Jón Gunn­ars­son sæti sem aðal­mað­ur á þingi á ný, að óbreyttu, eft­ir að hafa ver­ið í 5. sæti á lista flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í ný­liðn­um kosn­ing­um.

Jón Gunnarsson hreppir þingsæti Bjarna
Jón og Bjarni Bjarni hættir á þingi og Jón kemur inn í staðinn. Mynd: Heimildin

Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á komandi kjörtímabili, eftir að Bjarni Benediktsson formaður flokksins afsalar sér þingsæti sínu.

Bjarni boðaði í yfirlýsingu fyrr í dag að hann ætlaði ekki að taka þingsæti á nýju þingi sem ráðgert er að komi saman síðar í mánuðinum.

Jón er fyrsti varamaður flokksins í kjördæmi Bjarna, en hann var í 5. sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, á eftir Bjarna sjálfum, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Bryndísi Haraldsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,4 prósent atkvæða og þrjá kjördæmakjörna þingmenn í kjördæminu í nýliðnum kosningum og einn jöfnunarþingmann að auki. Því er ljóst að Jón, sem hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi óslitið frá 2007, kemur inn á þing við brotthvarf Bjarna.

Leyniupptaka lýsti pólitískum hrossakaupum

Kosningabaráttan á haustmánuðum litaðist nokkuð af umræðu um þá Bjarna og Jón og samband þeirra. Heimildin sagði frá því 11. nóvember að sonur Jóns og viðskiptafélagi hefði sagt manni sem þóttist vera fjárfestir að Jón hefði samþykkt beiðni Bjarna um að þiggja sæti á lista flokksins gegn því að Jón kæmist í aðstöðu til að veita Hval hf. veiðileyfi.

Þannig yrði það arfleifð Jóns í pólitík að veita Kristjáni Loftssyni vini sínum hvalveiðileyfi, en eins og frægt hefur orðið veitti Bjarni, sem starfandi matvælaráðherra, veiðileyfið áður en hann lét af embættinu. 

Þegar leyniupptakan af syni Jóns og fréttir um hana voru birtar voru nokkrir dagar liðnir frá því að Jón var gerður að sérstökum erindreka Bjarna í matvælaráðuneytinu.

Það gerðist raunar sama dag og Jón þáði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, eftir að hafa áður tapað fyrir Þórdísi Kolbrúnu varaformanni flokksins í baráttu um annað sætið á framboðslistanum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Að hreppa þingsæti.
    Er það í þessu tilfelli að vinna í hrappdrætti?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár