Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Vilja flytja 29 þúsund manns upp á Eyrarfjall árlega

Um­hverf­is­mat á áform­uð­um kláfi upp á Eyr­ar­fjall við Ísa­fjörð er haf­ið. Áætl­að­ur heild­ar­kostn­að­ur verk­efn­is­ins eru 3,5 millj­arð­ar króna. Veit­inga­stað­ur yrði á toppi fjalls­ins.

Vilja flytja 29 þúsund manns upp á Eyrarfjall árlega
Upp, upp Eyrarfjall er 700 metra hátt. Vír fyrir kláfinn yrði strengdur frá byrjunarstöð í byggð og að endastöð á fjallstoppi. Mynd: Úr matsáætlun

Kláfur sá sem félagið Eyrarkláfur ehf. áformar að reisa á Eyrarfjalli ofan Ísafjarðar getur ferjað 45 manns í hverri ferð og í kringum 500 manns á klukkustund. Kláfinn telja aðstandendur verkefnisins upplagða afþreyingu fyrir ferðamenn sem koma í tugþúsundavís með lystiskipum til Ísafjarðar ár hvert. Áætlanir gera ráð fyrir að árlega verði 29 þúsund manns flutt upp á fjallið til þess að njóta útsýnis.  

Þetta er meðal þess sem fram kemur í matsáætlun um verkefnið sem nú hefur verið auglýst í Skipulagsgátt. Forsvarsmaður Eyrarkláfs ehf. sagði í viðtali við fjölmiðilinn FF7 fyrir ári að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins væri 3,5 milljarðar króna og að far með kláfnum kosti 7.500 fyrir fullorðinn einstakling.

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat. Því mótmælti Eyrarkláfur ehf. og kærði til úrskurðarnefndar auðlindamála. Nefndin hafnaði hins vegar kröfu félagsins. 

Veitingastaður á toppnum

Framkvæmdin felur í sér að byggja byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls og endastöð í 700 metra hæð á toppi Eyrarfjalls. Um miðja vegu yrði reistur millistaur. Við endastöðina yrði byggður biðsalur og einnig er fyrirhugað að reisa þar móttökusal og veitingastað. Að auki stendur til að gera göngustíga úr möl og pöllum meðfram fjallsbrún Eyrarfjalls. Hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði er allt í eigu Ísafjarðarbæjar, segir í matsáætluninni. Hafa bæjaryfirvöld undirritað viljayfirlýsingu vegna framkvæmdanna. 

Síðasta sumar komu 195 skemmtiferðaskip til Ísafjarðarbæjar með um 180 þúsund farþega um borð. „Vöntun er á afþreyingu og útivist fyrir allan þann mannfjölda sem kemur í land á Ísafirði og myndi kláfurinn vera góð viðbót við annað á svæðinu,“ segir í matsáætluninni. Gert er ráð fyrir að reksturinn á kláfnum sé aðallega yfir sumartímann en þó hægt að hafa opið um helgar yfir vetrartímann ef veður leyfir. 

Ekki hafa verið gerðar veðurfarslegar rannsóknir á Eyrarfjalli sjálfu en framkvæmdaaðilar hafa m.a. stuðst við veðurgögn frá Þverfjalli og flugvellinum á Ísafirði. Einnig verða notaðar upplýsingar frá þremur veðurstöðvum sem Fossavatnsgangan rekur á Heiðinni, Nónvatni og Miðfellshálsi.

Í matsáætluninni kemur fram að hægt sé að reka kláfinn í allt að 22 m/sek vindi. „Ljóst er að þótt kláfurinn verði ekki í notkun að vetrarlagi þurfa vírar, staurar og byggingar að þola það veðurfar sem er á svæðinu að vetri til,“ segir í áætluninni. Hvassviðri, ofankoma og ísing séu náttúruvárþættir sem gæta verði að.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár