Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 10. janúar 2025: Hver verður áttræður í dag? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 10. janú­ar.

Spurningaþraut Illuga 10. janúar 2025: Hver verður áttræður í dag? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Þessi ungi maður verður áttræður í dag. Hvað heitir hann?
Seinni mynd:Þessi unga kona, sem var mynduð á brúðkaupsdaginn, hefði orðið 100 ára 2025 en dó fyrir rúmum áratug. Hvað hét hún?

Almennar spurningar:

  1. Á þessum degi árið 49 FT fór Julius Caesar yfir Rúbikon-fljótið, sem frægt varð. En hvar er þetta fljót? Er það – í Gallíu (Frakklandi) – á Norður-Ítalíu – við Rómaborg – á Spáni – á Suður-Ítalíu?
  2. Hver var aðalkallinn í sjónvarpsseríunni The Apprentice í þrettán ár?
  3. Hver er höfundur bókarinnar Tjörnin sem kom út fyrir jólin síðustu og seldist upp?
  4. Bíómyndin Nosferatu er nú sýnd í kvikmyndahúsum við góðan orðstír. Leikstjórinn Eggers gerði fyrir nokkrum árum allfræga kvikmynd sem hét The Northman. Kunn íslensk söngkona lék í þeirri mynd. Hver var sú?
  5. Íslenskur rithöfundur skrifaði handritið að The Northman ásamt Eggers. Hver er sá?
  6. Hvað heitir frænka Soffíu frænku?
  7. Hvaða gríski guð fór um í gullvagni sem fjórir eldlegir hestar drógu?
  8. Hver leysti Gordíonshnútinn?
  9. Hvernig leysti viðkomandi Gordíonshnútinn?
  10. Hver er atvinnuvegaráðherra?
  11. Hversu margir íslenskir ráðherrar féllu af þingi í kosningunum í lok nóvember?
  12. Hvaða hús í Reykjavík er stundum kallað Svörtuloft?
  13. Alls munu klettahamrar sem kallast Svörtuloft vera á 14 stöðum á Íslandi. En hvar eru lang þekktustu Svörtuloftin?
  14. Hvaða Bítlalagi er áberandi oftast streymt á Spotify?
  15. „Massi 60 kílóa járnstykkis á Jörðinni væri aðeins 10 kíló á tunglinu þar eð aðdráttarafl tunglsins er aðeins einn sjötti af aðdráttarafli Jarðar.“ Er þetta rétt fullyrðing?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er söngvarinn Rod Stewart. Á seinni myndinni Margaret Thatcher stjórnmálamaður.
Svör við almennum spurningum:
1.  Á Norður-Ítalíu.  —  2.  Trump.  —  3.  Rán Flygenring.  —  4.  Björk.  —  5.  Sjón.  —  6.  Kamilla.  —  7.  Sólarguðinn. Hann hét raunar Helíos.  —  8.  Alexander mikli.  —  9.  Hjó á hann með sverði.  —  10.  Hanna Katrín Friðriksson.  —  11.  Sex.   —  12.  Seðlabankinn.  —  13.  Á Snæfellsnesi.  —  14.  Here Comes the Sun.  —  15.  Nei. MASSI er alltaf jafn, en ÞYNGDIN getur breyst eftir aðdráttarafli á hverjum stað.
Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
4
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu