Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 10. janúar 2025: Hver verður áttræður í dag? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 10. janú­ar.

Spurningaþraut Illuga 10. janúar 2025: Hver verður áttræður í dag? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Þessi ungi maður verður áttræður í dag. Hvað heitir hann?
Seinni mynd:Þessi unga kona, sem var mynduð á brúðkaupsdaginn, hefði orðið 100 ára 2025 en dó fyrir rúmum áratug. Hvað hét hún?

Almennar spurningar:

  1. Á þessum degi árið 49 FT fór Julius Caesar yfir Rúbikon-fljótið, sem frægt varð. En hvar er þetta fljót? Er það – í Gallíu (Frakklandi) – á Norður-Ítalíu – við Rómaborg – á Spáni – á Suður-Ítalíu?
  2. Hver var aðalkallinn í sjónvarpsseríunni The Apprentice í þrettán ár?
  3. Hver er höfundur bókarinnar Tjörnin sem kom út fyrir jólin síðustu og seldist upp?
  4. Bíómyndin Nosferatu er nú sýnd í kvikmyndahúsum við góðan orðstír. Leikstjórinn Eggers gerði fyrir nokkrum árum allfræga kvikmynd sem hét The Northman. Kunn íslensk söngkona lék í þeirri mynd. Hver var sú?
  5. Íslenskur rithöfundur skrifaði handritið að The Northman ásamt Eggers. Hver er sá?
  6. Hvað heitir frænka Soffíu frænku?
  7. Hvaða gríski guð fór um í gullvagni sem fjórir eldlegir hestar drógu?
  8. Hver leysti Gordíonshnútinn?
  9. Hvernig leysti viðkomandi Gordíonshnútinn?
  10. Hver er atvinnuvegaráðherra?
  11. Hversu margir íslenskir ráðherrar féllu af þingi í kosningunum í lok nóvember?
  12. Hvaða hús í Reykjavík er stundum kallað Svörtuloft?
  13. Alls munu klettahamrar sem kallast Svörtuloft vera á 14 stöðum á Íslandi. En hvar eru lang þekktustu Svörtuloftin?
  14. Hvaða Bítlalagi er áberandi oftast streymt á Spotify?
  15. „Massi 60 kílóa járnstykkis á Jörðinni væri aðeins 10 kíló á tunglinu þar eð aðdráttarafl tunglsins er aðeins einn sjötti af aðdráttarafli Jarðar.“ Er þetta rétt fullyrðing?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er söngvarinn Rod Stewart. Á seinni myndinni Margaret Thatcher stjórnmálamaður.
Svör við almennum spurningum:
1.  Á Norður-Ítalíu.  —  2.  Trump.  —  3.  Rán Flygenring.  —  4.  Björk.  —  5.  Sjón.  —  6.  Kamilla.  —  7.  Sólarguðinn. Hann hét raunar Helíos.  —  8.  Alexander mikli.  —  9.  Hjó á hann með sverði.  —  10.  Hanna Katrín Friðriksson.  —  11.  Sex.   —  12.  Seðlabankinn.  —  13.  Á Snæfellsnesi.  —  14.  Here Comes the Sun.  —  15.  Nei. MASSI er alltaf jafn, en ÞYNGDIN getur breyst eftir aðdráttarafli á hverjum stað.
Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár