Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Lögreglan mætti með látum en hafði ekki lagagrundvöll til þess að innsigla áfengisverslun

Lög­regl­an hugð­ist inn­sigla Nýju Vín­búð­ina en þurfti frá að hverfa út af of óljós­um lög­um. Eig­andi net­versl­un­ar­inn­ar vill meira sam­ráð.

Lögreglan mætti með látum en hafði ekki lagagrundvöll til þess að innsigla áfengisverslun
Verslanirnar selja áfengi í gegnum erlendar vefsíður og afhenda á Íslandi. Lagaramminn í kringum þetta er svo óljós að lögreglan þurfti frá að hverfa eftir að hafa ætlað að innsigla slíka verslun. Mynd: Shutterstock

Lögreglan hafði afskipti af netáfengissölu um jólin og hugðist innsigla í það minnsta eina netverslun vegna þess að verslunin afhenti áfengi á helgidegi.

Eigandi verslunarinnar, Sverrir Einar Eiríksson, sendi frá sér yfirlýsingu af þessum ástæðum, og sagðist lýsa yfir mikilli undrun og vonbrigðum vegna aðgerða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, „sem beindi því til okkar að loka fyrir afhendingu víns á helgidögum. Aðgerðir lögreglunnar eru byggðar á rangri túlkun á áfengislögum og brjóta gegn réttindum okkar sem rekstraraðila í lögmætri netverslun,“ sagði enn fremur í tilkynningunni.

Mættu með látum

Lögmaður Nýju vínbúðarinnar, Sveinn Andri Sveinsson, sagði í samtali við Heimildina að lögreglan hefði mætt á öðrum í jólum á afhendingarstað verslunarinnar. Lögreglan hugðist þá stöðva alla netsölu og innsigla verslunina þar sem ólögmætt er að selja áfengi yfir helgidagana.

„Þeir komu þarna með látum, en við bentum þeim auðvitað á það væri ekki verið að selja áfengi á jóladegi, heldur afhenda netpantanir,“ útskýrir Sveinn Andri. Lögreglan hvarf frá aðgerðum sínum en beindi því engu að síður til verslunarinnar að samkvæmt lögum væri óheimilt að afhenda vín á helgidögum. Nokkuð sem Sverrir Einar er ósammála.

Óljós lagarammi

Lagagrundvöllur varðandi netsölu á áfengi er afar óljós eins og greint hefur verið frá. Verslanirnar bjóða upp á vefverslun með áfengi sem er staðsett í öðru landi, og þannig heyrir salan undir lög EES um áfengissölu.

Áfengisverslun ríkisins (ÁTVR) hefur að öðru leyti einkaleyfi á sölu og afhendingu áfengis á Íslandi. Af þessum sökum höfðaði ríkið mál fyrir þremur árum til að stöðva þessa starfsemi en því var vísað frá héraðsdómi án efnislegrar meðferðar sem varð til þess að allnokkrar verslanir spruttu upp. Nokkur tímamót urðu svo þegar Hagkaup opna sína eigin áfengisnetverslun nú í haust.

Hitamál á meðal stjórnmálamanna

Málið hefur valdið deilum í stjórnmálum einnig, en Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, beindi þeim tilmælum til lögreglu fyrr á árinu að fullrannsaka kærur sem beindust að netsölu áfengis. Málin voru í meðferð lögreglu í á fjórða ár, en rannsókninni lauk svo loksins í haust. Aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Margrét Kristín Pálsdóttir, gagnrýndi ráðherrann harkalega vegna málsins og sagði afskipti hans ekki til fyrirmyndar í réttarríki.

Gerðu ekki athugasemdir við öll fyrirtækin

Lögreglan gerði einnig athugasemdir við starfsemi Smáríkisins, en forsvarsmaður fyrirtækisins svaraði ekki fyrirspurn Heimildarinnar þegar haft var samband við hann.

Lögreglan fór ekki í samskonar aðgerðir gegn Santé, sem einnig starfrækir vefverslun með áfengi.

Sverrir Einar segir í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla að hann telji aðgerð lögreglu sýna fram á mikilvægi þess að lögregluaðgerðir sem þessar séu byggðar á traustum lagagrundvelli og fari fram í samráði við hagsmunaaðila.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Tómas Maríuson skrifaði
    28. desember 2024 11:36
    Nú, ef það snýst um það, hvenær varan var KEYPT (og ekki hvenær hún var sótt á afhendingarstað), þá er rökrétta ályktun sú að það er lögbrot að hafa sölusíðuna á neti opna á helgidögum.
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Áfengisverslun Ríkisins á ein að selja áfengi, en ekki einhverjir aðilar úti í bæ !
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár