Árið í myndum: Fólkið sem flúði og fólkið sem mótmælti

Ís­lend­ing­ar kynnt­ust þó nokkr­um Palestínu­mönn­um á ár­inu, fólki sem flúði sprengjuregn Ísra­els­hers í heimalandi þeirra. Fjöl­marg­ir stóðu upp og köll­uðu eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd stigu fast­ar til jarð­ar hvað varð­aði and­stöðu við stríð­ið og ein­kennd­ist fyrri hluti árs­ins af mót­mæl­um. Hér er far­ið yf­ir þessa at­burði í mynd­um og nokkr­um orð­um.

Þann sjöunda október árið 2023 réðust liðsmenn Hamas inn í Ísrael. 1.200 manns, flestir almennir borgarar, voru drepnir. Liðsmenn Hamas tóku 251 gísl.

Ísraelsk stjórnvöld brugðust við með því að ráðast af áður óséðu afli á Gaza svæðið. Að minnsta kosti 45.000 Palestínumenn hafa verið drepnir og ríflega 100.000 hafa slasast. 

MótmæltÚr tjaldinu á Austurvelli.

Hópur Íslendinga reis upp strax í október og kallaði eftir því að íslensk stjórnvöld slitu sambandi sínu við Ísrael vegna atburðanna. Þessi hópur hélt áfram að mótmæla og einkenndist fyrri hluti þessa árs af slíkum mótmælum, á vegum Íslendinga og Palestínumanna. 

Því þeim fjölgaði á Íslandi á þessu ári. 101 Palestínumaður sótti hér um hæli og 59 fengu vernd á fyrstu 11 mánuðum ársins. Þá fengu þó nokkrar fjölskyldur samþykkta sameiningu. 

Sú sameining gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Fólk sem hafði fengið samþykkta slíka sameiningu lenti í miklum vandræðum með að koma ástvinum sínum út af Gaza svæðinu, til Egyptalands og þaðan til Íslands.

Íslendingar og Palestínumenn mótmæltu þessu og kölluðu eftir því að íslensk stjórnvöld stigu inn í og hjálpuðu fólkinu sem heima sat að koma ástvinum sínum í öruggt skjól. 

Þetta var meðal annars gert með tjaldbúðum sem hópurinn sló upp á Austurvelli, fyrir utan Alþingishúsið. 

SameiningHowayda, Abeer, Hani, Adeal og Ameera voru sameinuð í byrjun árs. Íslenskir sjálfboðaliðar höfðu farið út til Gaza til þess að sækja mæðgurnar. Heima beið faðirinn Hani.

Það tók sinn tíma að koma Palestínumönnunum heim og nokkrir íslenskir sjálfboðaliðar flugu til Egyptalands og liðkuðu þar fyrir því að koma fjölskyldumeðlimum Palestínumanna á Íslandi út af Gazasvæðinu og upp í flugvél til Íslands. Það gerðu jafnframt fulltrúar íslenskra stjórnvalda í kjölfarið. 

YazanTamimi fjölskyldan palestínska á heimili sínu í Grafarvogi. Stór hópur mótmælti fyrirhugaðri brottvísun drengsins og loks féllust íslensk stjórnvöld á að hann fengi hér að vera.

Mál Yazans Tamimis vakti verulega athygli á síðari hluta þessa árs. Yazan er 12 ára gamall palestínskur drengur sem þjáist af taugahrörnunarsjúkdómnum Duchenne. Hann sótti hér um hæli ásamt foreldrum sínum en var hafnað á þeim grundvelli að fjölskyldan hafði stoppað á Spáni og verið innrituð þar á leið sinni til Íslands. Fjölskyldan sagði sína sögu í fjölmiðlum og var fyrirhugaðri brottvísun hans mótmælt ítrekað. Brottvísun hans var fyrirhuguð að næturlagi um miðjan septembermánuð en ráðherrar í íslensku ríkisstjórninni gripu inn í. Tamimi fjölskyldan fékk loks hæli hér á landi.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2024

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár