Ríkisstjórnin er ósammála í afstöðu sinni til inngöngu í ESB. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði á blaðamannafundi í Hafnarborg, þar sem samtarfssamningur flokkanna var undirritaður, að hún væri andvíg inngöngu í ESB. Á sama tíma er hún hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp viðræður á ný.
„Persónulega vil ég ekki ganga inn í Evrópusambandið að svo komnu, en þjóðin á alltaf að eiga lokaorðið,“ sagði hún á fundinum. Þannig er að teiknast upp samskonar staða og þegar VG og Samfylkingin hófu upprunalega samningaviðræður við ESB skömmu eftir Hrun. Þá var VG andvígt inngöngu sem olli miklum átökum innan flokkanna.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það væru uppi áhyggjur vegna málsins.
„Það hafa margir áhyggjur af því að það verði sundrung í umræðunni, þess vegna skptir máli tíminn, tímasetningar og aðdragandi,“ sagði hún og bætti við að þess vegna meðal annars væri ákveðið að kjósa á seinni hluta kjörtímabilsins, …
Athugasemdir (3)