Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ný ríkisstjórnin ósamstíga varðandi inngöngu inn í ESB

Grund­vallarágrein­ing­ur er inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um inn­göngu inn í ESB. All­ir for­menn­irn­ir eru þó sam­mála um að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið.

Ný ríkisstjórnin ósamstíga varðandi inngöngu inn í ESB
Grundvallaágreiningur er innan nýrrar ríkisstjórnar um inngöngu inn í ESB, þó að allir formenn séu sammála um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Mynd: Golli

Ríkisstjórnin er ósammála í afstöðu sinni til inngöngu í ESB. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði á blaðamannafundi í Hafnarborg, þar sem samtarfssamningur flokkanna var undirritaður, að hún væri andvíg inngöngu í ESB. Á sama tíma er hún hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp viðræður á ný.

„Persónulega vil ég ekki ganga inn í Evrópusambandið að svo komnu, en þjóðin á alltaf að eiga lokaorðið,“ sagði hún á fundinum. Þannig er að teiknast upp samskonar staða og þegar VG og Samfylkingin hófu upprunalega samningaviðræður við ESB skömmu eftir Hrun. Þá var VG andvígt inngöngu sem olli miklum átökum innan flokkanna.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það væru uppi áhyggjur vegna málsins.

„Það hafa margir áhyggjur af því að það verði sundrung í umræðunni, þess vegna skptir máli tíminn, tímasetningar og aðdragandi,“ sagði hún og bætti við að þess vegna meðal annars væri ákveðið að kjósa á seinni hluta kjörtímabilsins, …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Munurinn á Ingu og Vg varðandi ESB umsókn er sá, að Inga ætlar að beygja sig undir vilja þjóðarinnar, sem Vg gerði ekki. Inga hefur ekki áhuga á að hljóta sömu örlög og Vg.
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hvers svo sem "vilji þjóðarinnar" kann að vera þá hefur hann ekkert lagagildi umfram stjórnarskránna og hún heimilar ekki ESB aðild. Það er einföld staðreynd.
      0
  • GH
    Gunnar Hólmsteinn skrifaði
    Það er ekkert að því að þjóðin fái að ,,kíkja í pakka" - eða að minnsta kosti að hún fái tækifæri til þess. Hér eru hins vegar ýmsir sem vilja hindra þjóðina í því í nafni þröngra sérhagsmuna. Tími kominn til að gefa þeim frí.
    8
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hérna er pakkinn: https://www.eeas.europa.eu/node/18060_en
      Þið hafið fengið 12 ár til að kíkja í hann.
      0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því. Allir þingmenn verða að vinna drengskaparheit að stjórnarskrá og þeir mega ekki virða það að vettugi með því að stuðla að broti gegn stjórnarskránni. Enginn stjórnarsáttmáli getur breytt því.
    -5
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "Ný ríkisstjórnin ósamstíga varðandi inngöngu inn í ESB" Hvað með það? Þær sögðu það sem skiptir máli. Þjóðin ræður.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár