Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ný ríkisstjórn efnir til kosninga um ESB

Sam­starfs­samn­ing­ur Flokks fólks­ins, Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verð­ur kynnt­ur á morg­un. Eitt af þeim mál­um sem verð­ur sett á odd­inn eru kosn­ing­ar til ESB. Þetta herma upp­lýs­ing­ar Heim­ild­ar­inn­ar.

Ný ríkisstjórn efnir til kosninga um ESB
Stjórnin Ný ríkisstjórn setur ESB á oddinn. Mynd: Golli

Stefnt verður að því að kjósa um áframhaldandi viðræður um ESB samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar og verður málið kynnt á fundi nýrrar ríkisstjórnar á morgun þegar áherslur stjórnarsáttmálans verða opinberaðar.

Lítil andstaða var við hugmyndina í samningaviðræðunum. Heimildarmenn segja þó að það sé óljósara hvenær verði kosið. Þó má gera ráð fyrir að kosningarnar færu að minnsta kosti fram á seinnihluta kjörtímabilsins.

Þær skýringar fengust að flokkarnir vilja bæði undirbúa jarðveginn vel en ekki síst sjá hver þróunin verður í alþjóðaumhverfinu, þá sérstaklega með tilliti til nýs forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem hefur hótað miklum tollum á erlendan innflutning. 

Sátt um kosningar um ESB

Formaður Viðreisnar er sagður hafa verið ósveigjanlegur þegar kom að ESB og féllust bæði formenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar á að kjósa um áframhaldandi viðræður. Það hefur verið lengi á stefnuskrá Samfylkingarinnar að sækja um ESB og leyfa þjóðinni að kjósa um inngöngu en flokkurinn lagði enga …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands heimilar ekki ESB aðild og þingmenn verða að vinna drengskaparheit að henni. Ákvæði stjórnarskrár eru ekki umsemjanleg í neinum viðræðum við erlend samtök. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt þessum staðreyndum.
    -7
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Guðmundur: Það er í sífellu verið að semja um ýmsar tilhliðranir á "ákvæðum stjórnarskrár" landsins í mörgum alþjóða- og milliríkjasáttmálum, algrófast var auðvitað þegar samið var um veru setuliðs Bandaríkjanna eftir seinni heimsstyrjöld. Þannig að fordæmin eru mýmörg, og hvorteðer löngu tímabært að gera nýja stjórnarskrá sem hentar nútímasamfélagi.
      4
    • Sigurdur Erlingsson skrifaði
      Hvað í stjórnarskránni og stjórnskipunarlögum og hefðum bannar það?
      1
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Ef ESB aðild er brot á stjórnarskrá þá er aðild okkar að EES það líka. Jafnvel enn frekar vegna þess að við tökum ekki þátt í ákvörðunum þar eins og í ESB ef af aðild verður.
      Það má því færa rök fyrir því að með þátttöku í EES felist fullveldisafsal en ekki í ESB aðild. Þar er um að ræða samstarf ríkja þar sem við tökum fullan þátt.
      1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Sigurður Erlingsson. 2. gr. stjórnarskrárinnar hefst á orðunum "Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Aðild að ESB felur í sér að stofnanir sambandsins fái í hendur hluta löggjafarvalds aðildarríkja, en slíkt rúmast ekki innan þessa ákvæðis.

      Ásmundur Harðarson. EES samningurinn var sérhannaður til að komast hjá þessu og í bókun 35 við hann er sérstaklega tekið fram að samningsaðilum sé ekki gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Menn hafa svo deilt um það hvort samningurinn gangi þrátt fyrir þetta of nærri því að fela í sér valdaframsal og sú umræða á alveg rétt á sér. Hvað sem því líður myndi ESB aðild óumdeilanlega útheimta framsal löggjafavalds sem færi yfir þessa línu og það leyfir stjórnarskráin ekki.

      Sveinn í Felli. Samningar geta ekki vikið til hliðar ákvæðum stjórnarskrár sem er og verður alltaf æðsta lagaheimild íslenskra laga. Það er ekkert í stjórnarskránni sem bannar íslenskum stjórnvöldum að semja við erlend ríki eða bandalög um tímabundin afnot af landsvæði eða umferðarrétt. Varnarsamningurinn fól ekki heldur í sér neitt framsal á ríkisvaldi í líkingu við það sem ESB aðild myndi gera.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár