Kolsvört skýrsla Deloitte um knatthúsið Skessuna dregur fram óskipulag í utanumhaldi bókhalds íþróttafélagsins FH við uppbyggingu hússins. Þar koma ítarlegar upplýsingar fram, meðal annars að formaður FH til síðustu átján ára, Viðar Halldórsson, fékk í sinn hlut tæplega 73 milljónir króna, eða um hátt í sjö prósent af heildarkostnaði við uppbyggingu knatthússins Skessunnar sem endaði á því að fara um þrjú hundruð milljónum fram úr áætlun. Um 34 prósent af heildarupphæðinni sem fór í uppbyggingu hússins fór í gegnum félag bróður formannsins sem var jafnframt formaður knattspyrnudeildar FH þegar uppbyggingin átti sér stað, Jón Rúnar Halldórsson.
Skuldir aukist um fimm hundruð prósent
Skuldir FH hafa aukist um ríflega fimm hundruð prósent frá árinu 2017 og er svo komið að félagið á við alvarlegan fjárhagsvanda að stríða. Hafnarfjarðarbær hefur því ákveðið að ganga til samninga við félagið um að yfirtaka skuldir tengdar Skessunni, á kostnað útsvarsgreiðenda. Hafnarfjarðarbær hefur krafið íþróttafélagið um …
Athugasemdir (3)