Spegillinn í speglinum
Spegillinn í speglinum er tileinkuð feðrum bæði þýðanda og höfundar – og í henni eru myndir eftir Edgar Ende, en fyrst þegar maður uppgötvaði myndir hans sá maður glöggt hvaðan margar hugmyndirnar í Mómó og Sögunni endalausu spruttu. Hér sést sama óbeislaða og ævintýralega ímyndunaraflið, sömu villtu furðurnar.
Þær myndir Edgar Ende sem birtast í bókinni eru þó öllu lágstemmdari, kannski af því þeir hafa valið myndir í svart-hvítu, eða kannski af því syninum þótti það hæfa bókinni. En manni leið alveg á köflum eins og hann væri of mikið að reyna að lýsa myndum, frekar en að láta þær bara vera sér innblástur.
Draumaráf
Þetta er safn lauslega tengdra smásagna, eða sýna, eins og Ende vildi kalla þær, og í einni þeirra er talað um draumráf, eitthvað sem á ágætlega við þær allar. Eiginlega hef ég aldrei lesið bók sem birtir manni drauma á jafn sannfærandi hátt – en …
Athugasemdir