„Ég hef bæði gaman af að elda pörusteikina og svo finnst mér hún svo góð. Það er samt svolítil kúnst að gera hana vel þannig að paran verði stökk. Það eru til misjafnar aðferðir en það sem mér finnst best er að grafa kjötið aðeins fyrst í salti, það gerir kjötið meyrara og dregur úr fitunni þannig að það verður auðveldara að fá pöruna stökka. Ég nota gróft salt sem ég set í sárið þar sem paran er skorin.“ Karl segir að það fari svolítið eftir tilefninu hvaða krydd hann velji svo að hafa. „Mér finnst gott að hafa negulnagla og lárviðarlauf og jafnvel kanil til að fá smá jólabragð í kjötið. Það getur líka verið gott að hafa púðursykur en hann gefur góðan keim, virkar svolítið eins og krydd.“
Meðlætið með steikinni er jólalegt. „Ég er alltaf með heimagert rauðkál,“ segir hann með áherslu. „Ég er mjög hrifinn af …
Athugasemdir