Þann 16. júní 2023 var þeim sem bjuggu í hjólhýsum og húsbílum sínum á tjaldsvæðinu í Laugardal tilkynnt að þau þyrftu að flytja tímabundið upp á Sævarhöfða, óhirta lóð við hlið 40 metra sílóa þar sem gamla sementstöðin var áður til húsa. Þar var komið upp rafmagnstenglum fyrir þau og borga þau 15 þúsund krónur á mánuði fyrir aðgang að rafmagninu. Aðra þjónustu er þar ekki að fá.
Engin réttindi fylgja þessu búsetuformi – að búa í hjólhýsi eða húsbíl; þau geta ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau búa, eiga þar af leiðandi ekki rétt á heimilisuppbót, geta ekki fengið póst, hafa ekki aðgang að ruslatunnum og þegar frystir er aðeins hægt að fá rennandi vatn inni í gömlu steypustöðinni. Þarna eru alla jafna 17 til 20 hýsi og íbúarnir eru langþreyttir á að fá engin svör frá borginni um framtíð sína.
„Ég er náttúrlega brjáluð. Það …
Athugasemdir (1)