„Aldrei verið í boði að gefast upp“
Hjólhýsabyggðin við Sævarhöfða þar sem nú standa átján hýsi Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Aldrei verið í boði að gefast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Þann 16. júní 2023 var þeim sem bjuggu í hjólhýsum og húsbílum sínum á tjaldsvæðinu í Laugardal tilkynnt að þau þyrftu að flytja tímabundið upp á Sævarhöfða, óhirta lóð við hlið 40 metra sílóa þar sem gamla sementstöðin var áður til húsa. Þar var komið upp rafmagnstenglum fyrir þau og borga þau 15 þúsund krónur á mánuði fyrir aðgang að rafmagninu. Aðra þjónustu er þar ekki að fá. 

Engin réttindi fylgja þessu búsetuformi – að búa í hjólhýsi eða húsbíl; þau geta ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau búa, eiga þar af leiðandi ekki rétt á heimilisuppbót, geta ekki fengið póst, hafa ekki aðgang að ruslatunnum og þegar frystir er aðeins hægt að fá rennandi vatn inni í gömlu steypustöðinni. Þarna eru alla jafna 17 til 20 hýsi og íbúarnir eru langþreyttir á að fá engin svör frá borginni um framtíð sína. 

„Ég er náttúrlega brjáluð. Það …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Vir[ingar og skilningsleysi borgarstjóra er virkilega til skammar. Þeir vita að húsaleiguverð er langt fyrir ofan launagetu láglaunafólks. Þetta er þvílikur blettur á þjóðfélaginu. Það er ekki til húsnæði fyrir láglauna hópa og svo er þetta rugl með greiðslumatið. Fólk sem borgar leigu upp á kannski 350þúsund á mánuði ætti að fá að geta flutt inn í kaupleiguíbúðir ef þessir stónendur vildu horfast í augu við raunveruleikann. Hvar er skilning að finna, eða virðingu í stað fordóma.
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Dagur sko, margar ljótar gloppur í hans verkahring, Einar verður kannski ekkert skárri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.
Við erum ekkert „trailer trash“
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár