Hreyfing reytt og tætt: Ris og fall Vinstri grænna

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð virð­ist í and­arslitr­un­um. At­kvæð­in í kosn­ing­un­um voru inn­an við fimm þús­und tals­ins, tekju­streymi flokks­ins úr rík­is­sjóði er horf­ið. Fram­hald­ið er óljóst en fall­ið er hátt eft­ir sjö ár í rík­is­stjórn. Hvað olli því að það fór svona ægi­lega illa fyr­ir flokkn­um?

Fyrir nokkrum vikum síðan velti blaðamaður Heimildarinnar því upp við nokkra álitsgjafa hvort sú ákvörðun Vinstri grænna að segja sig frá því að sitja í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn væri til þess fallin að auka fylgi flokksins, sem þá var að mælast með fylgi um þremur prósentum á landsvísu í sumum skoðanakönnunum. 

Tilfinning blaðamanns var að svo væri ekki og álitsgjafarnir voru sömu skoðunar. Þvert á móti gæti þetta reynst pólitískt sjálfsmark. Blaðagrein upp úr þessum samtölum reyndar birtist aldrei þar sem úrvinnslan tafðist og umræðan um þessa ákvörðun Vinstri grænna leið fljótt hjá.

Nú er hins vegar þessi ákvörðun, að neita að stýra ráðuneytunum fram að kosningum, nefnd af sumum viðmælendum blaðsins sem ein helsta ástæðan fyrir því að Vinstri græn hafa þurrkast út af þingi. Enginn hafi skilið þessa ákvörðun almennilega, heldur hafi hún litið út eins og eitthvert skyndilegt fýlukast í upphafi kosningabaráttunnar. 

„Þau töpuðu á …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Þetta fyllir mig ánægju! Verst að Sigurður Ingi hafi sloppið inn hjá Framsókn. Nú vona ég bara að samstarf Flokks Fólksins, Viðreysnar og Samfylkingar komist á koppinn og endist.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Kanntu (pólitískt) brauð að baka?
Ari Trausti Guðmundsson
AðsentAlþingiskosningar 2024

Ari Trausti Guðmundsson

Kanntu (póli­tískt) brauð að baka?

Hægr­ið og po­púl­ismi sækja á, hér á landi sem og ann­ars stað­ar, skrif­ar Ari Trausti Guð­munds­son. „Rétt eins og í sjö ára stjórn­ar­tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar mun eitt og ann­að fara með ágæt­um á næstu ár­um nýrr­ar stjórn­ar en í hand­rit­ið á þeim bæ mun vanta miklu meiri vinstri áhersl­ur og heild­ræn­an skiln­ing á sjálf­bærri þró­un.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár