Jón Óskar lífgar upp á grámóskulegan dag þegar hann mætir í viðtal í eldappelsínugulum jakka og fyrsta spurningin dynur strax á honum: Er rétt að þú hafir skapað Loka á baksíðu DV?
Hann jánkar því og segir að Loki hafi orðið til í kringum 1977.
„Ég byrjaði á Vísi árið 76, og hann varð til ári seinna. Svolítið fyndinn karakter að því leyti að hann var notaður til að endurspegla fréttir dagsins, vanalega á baksíðunni. Hinir og þessi blaðamenn skrifuðu texta við hann. Þannig virkaði hann eins og algjör geðsjúklingur því sumir blaðamennirnir voru með flotta vinkla en aðrir voru bara svo flatir. Eiginlega varð hann forvitnilegri fyrir vikið. Loki var raunar hugmynd Ólafs Ragnarssonar, síðar bókaútgefanda. Hann var ritstjóri þarna, þá. Og Loki var teiknaður á Langholtsvegi 44, þar sem ég bjó þá.“
Eitthvað fallegt í draslinu
Loki lifir í minni þjóðar og ugglaust fleira sem …
Athugasemdir