„Á ég að gera þetta svona eða hinsegin, hætta við eða breyta?“

Jón Ósk­ar, sá merki list­mál­ari á jafn­framt að baki list­ræn­an ferli í heimi dag­blaða. Nú hef­ur hann opn­að sýn­ingu á Vinnu­stofu Kjar­vals. Hún er op­in öll­um – í saln­um Fant­as­íu sem er rými fyr­ir menn­ing­ar­bræð­ing. Ekki er úr vegi að taka púls­inn á Jóni Ósk­ari og rabba um líf og list.

„Á ég að gera þetta svona eða hinsegin, hætta við eða breyta?“
Jón Óskar: „Ég hef alltaf verið hrifinn af þessu almenna. Því sem skiptir ekki máli. Í þessu flæði sem þú lifir.“ Mynd: Golli

Jón Óskar lífgar upp á grámóskulegan dag þegar hann mætir í viðtal í eldappelsínugulum jakka og fyrsta spurningin dynur strax á honum: Er rétt að þú hafir skapað Loka á baksíðu DV?

Hann jánkar því og segir að Loki hafi orðið til í kringum 1977.

Ég byrjaði á Vísi árið 76, og hann varð til ári seinna. Svolítið fyndinn karakter að því leyti að hann var notaður til að endurspegla fréttir dagsins, vanalega á baksíðunni. Hinir og þessi blaðamenn skrifuðu texta við hann. Þannig virkaði hann eins og algjör geðsjúklingur því sumir blaðamennirnir voru með flotta vinkla en aðrir voru bara svo flatir. Eiginlega varð hann forvitnilegri fyrir vikið. Loki var raunar hugmynd Ólafs Ragnarssonar, síðar bókaútgefanda. Hann var ritstjóri þarna, þá. Og Loki var teiknaður á Langholtsvegi 44, þar sem ég bjó þá.

Eitthvað fallegt í draslinu

Loki lifir í minni þjóðar og ugglaust fleira sem …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár