Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Vinátta, eltihrellir og morð: Þrjár sterkar seríur á Netflix

Þrjár þáttarað­ir sem vöktu at­hygli og um­tal á ár­inu sem er að líða.

Vinátta, eltihrellir og morð: Þrjár sterkar seríur á Netflix
Þáttaröðin sem vakti sennilega mesta athygli í ár var Baby Reindeer, sem kom út í vor. Mynd: Netflix

Líkt og margir hef ég þann vana að endurhorfa trekk í trekk á sama efnið þegar ég kveiki þreyttur á sjónvarpinu eftir langan dag, hvort sem um er að ræða vandaðar seríur sem ég fæ ekki nóg af eða grínseríur með 20 mínútna þáttum sem telja í tugatölum. Þess vegna er svo frískandi þegar það detta inn nýjar og spennandi þáttaraðir. Í ár voru þrjár þáttaraðir sem vöktu mína athygli – og flest allra þeirra sem horfa á Netflix.

19 ára saga af vináttu

Þáttaröðin One Day kom út í byrjun ársins, 8. febrúar. Þættirnir fjalla um ungmennin Emmu og Dexter sem kynnast við útskrift úr háskóla þegar þau standa á tímamótum og lífið blasir við þeim. Við fylgjumst með söguhetjunum í gegnum lífið og sjáum þau mótast í fullorðna einstaklinga, um leið og samband þeirra þróast. Í gegnum sitt samband takast þau á við djúpstæðari tilfinningar en fylgir hefðbundnum vinasamböndum.

Sagan er frábrugðin öðrum að því leyti að hver þáttur gerist á ársfresti. Fyrsti þáttur á sér stað árið 1988 og sá seinasti 2007.

Þættirnir nutu mikilla vinsælda víða fyrir grípandi söguþráð sem sló á hjartastrengi áhorfandans, en einnig fyrir frábæran leik Ambika Mod og Leo Woodall í þáttaröðinni.

Saga þeirra Emmu og Dexter er upprunalega úr bók eftir David Nicholls sem gefin var út árið 2009. Tveimur árum síðar kom kvikmyndin One Day, með Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum, en þættirnir stóðust svo sannarlega væntingar þeirra sem héldu upp á myndina.

One Day: 8,1 á IMDB, 91% á Rotten Tomatoes. 

Á flótta undan eltihrelli

Þáttaröðin sem vakti sennilega mesta athygli í ár var Baby Reindeer, sem kom út í vor, eða þann 11. apríl. Þættirnir eru byggðir á reynslu Richard Gadd og segja frá upplifun hans af eltihrelli þegar hann var ungur listamaður að feta sig áfram sem grínisti í stórborginni London.

Richard leikur sjálfan sig í þáttunum, sem Donny. Hann starfar sem barþjónn þegar hann kynnist konu sem fær nafnið Martha í þáttaröðinni. Donny finnur til með Mörthu sem situr döpur ein síns liðs á barnum og býður henni upp á drykk. Eftir það var ekki aftur snúið.

Þættirnir eru ótrúlega vel skrifaðir. Þú gjörsamlega sogast inn í þá og tekur varla eftir því að þú ert að klára heilu þáttaröðina án þess að taka nokkurn tímann pásu til þess að standa upp úr sófanum. Þættirnir eru átakanlegir á köflum, þar sem horfst er í augu við óþægilegt viðfangsefni með trúverðugum hætti. Hægt er að finna til samkenndar með öllum sem eiga hlut að máli. Þar skiptir sköpum frábær leikur Richard Gadd og Jessicu Gunning, sem bæði unnu til Emmy-verðlauna fyrir frammistöðuna.

Richard Gadd skrifaði upprunalega einleikinn Baby Reindeer sem hann setti fyrst á svið árið 2019. Miklar vinsældir einleiksins kveiktu áhuga Netflix á að koma sögunni á stóra skjáinn.

Skömmu eftir útgáfu þáttanna steig kona að nafni Fiona Harvey fram í viðtali við Piers Morgan. Sagði hún að persóna Mörthu væri byggð á sér en farið væri með rangar sakir á hendur henni. Málið rataði fyrir bandaríska dómstóla, þar sem úrskurðað var að Fionu Harvey væri heimilt að höfða meiðyrðamál gegn Netflix. Ranglega hafi verið fullyrt að um sanna sögu væri að ræða, engin tilraun hafi verið gerð til að sannreyna frásögnina og láðst hafi að dulbúa Mörthu, svo eltihrellirinn var auðfundinn.

Baby Reindeer: 7,7 á IMDB og 99% á Rotten Tomatoes. 

Menendez-æðið

Í haust tók sakamálið um Menendez-bræður mikið pláss á sjónarsviði poppmenningar og umfjallanir um sögu þeirra voru úti um allt. Netflix-þættir um sakamál bræðranna vöktu áhuga heimsins, en Erik og Lyle Menendez voru handteknir fyrir að myrða foreldra sína sumarið 1989. Fyrir dómi báru bræðurnir því við að hafa þurft að þola gróft ofbeldi alla sína æsku af hálfu foreldra sinna.

Í leikstjórn Ryan Murphy er saga þeirra rakin í gegnum leikna þætti. Viðbrögð við þáttunum voru misgóð. Sumir hafa gagnrýnt leikstjórann fyrir rangar áherslur og telja að hann hafi ekki sagt sögu þeirra bræðra á heiðarlegan hátt, með því að draga upp falsaða mynd af sambandi þeirra og því hverjir þeir eru sem einstaklingar.

Þættirnir eru önnur sería af þáttaröðinni Monsters sem veitir innsýn inn í atburðarásina á bak við þekktustu sakamál Bandaríkjanna. Fyrsta serían fjallaði um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer og vakti einnig talsverða umfjöllun fyrir tveimur árum.

Í kjölfar þáttanna kom út heimildarmyndin The Menendez Brothers sem margir ósáttir áhorfendur þáttanna leituðu í. Heimildarmyndin á að hafa málað skýrari og sannari mynd af uppeldi bræðranna og ofbeldinu sem þeir urðu fyrir, en þættirnir voru gagnrýndir fyrir að hafa lagt meiri áherslu á að sýna þá bræður sem morðingja frekar en fórnarlömb.

Monsters - The Menendez Brothers: 7 á IMBD og 74% á Rotten Tomatoes. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár