Það er alltaf gaman að opna pakka sem er búið að nostra aðeins við ... litlu hlutirnir geta gert svo mikið. Persónulega finnst mér alltaf mest heillandi að gera eitthvað skapandi en einfalt, til dæmis með því að nota greni, rósmarínstilka, kanilstangir, köngla eða rauða jólagrein til að gefa pakkanum eitthvað extra.
Ég nota oft kraftpappír sem gjafapappír og þá er endalaust hægt að leika sér með mismunandi liti á gjafaborðum og skraut á hvern pakka.
Hér eru nokkrar hugmyndir að gjafapökkum sem geta vonandi veitt þér, kæri lesandi, innblástur fyrir innpökkun þegar þú vilt að gjafirnar líti vel út.
Athugasemdir