Vilberg Guðmundsson og þáverandi konan hans ákváðu árið 2015 að selja íbúð sína í Breiðholtinu og kaupa sér vandaðan húsbíl. „Þetta er ekki húsbíll, þetta er ferðasvíta,“ sagði yngri systir hans hrifin þegar hún sá bílinn fyrst. Vilberg, eða Villi, er mjög stoltur af húsbílnum og finnst skemmtilegt að upplifa það á ferðalögum að vegfarendur vilja fá að skoða bílinn nánar, bílinn sem einnig er heimili hans.
„Ég sagði við konuna mína: Eigum við að vera í þessu í ellinni, að gera upp blokk í Breiðholti?“
Þau hjónin áttu íbúð í Vesturbergi, í húsi sem var byggt árið 1973. Þegar þau fluttu inn tóku þau allt í gegn: „Nýtt parket, nýtt bað, nýtt eldhús, skápar, allt saman.“ Einn daginn fengu þau þær upplýsingar frá formanni húsfélagsins að það þyrfti að skipta um þak á blokkinni og að þeirra hlutur í framkvæmdunum væri 1,5 milljónir. Ekki löngu síðar þurfti …
Athugasemdir (1)