Árið 1973 fluttu ung sýrlensk hjón frá heimaborg sinni Homs til London. Karlmaðurinn hét Fawaz Akhras og var að ljúka læknanámi; hann gerðist hjartalæknir og varð mjög vel metinn sem slíkur. Kona hans, Sahar, hafði ung farið til starfa í sýrlensku utanríkisþjónustunni og eftir að hún hafði alið Fawaz nokkur mannvænleg börn hóf hún að starfa í sendiráði Sýrlands í London.
Hjónin komu sér fyrir í úthverfinu Acton þar sem býr vel stætt fólk en þó ekki forríkt. Þau bjuggu í einu þeirra hefðbundnu raðhúsa sem við þekkjum svo vel úr breskum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Fyrsta barnið var stúlka, hún kom í heiminn í ágúst 1975 og var skírð Asma, síðar komu tveir synir ef marka má heimildir. Fjölskyldan talaði arabísku á heimilinu en börnin gengu í breska einkaskóla og hlutu að flestu leyti hefðbundið breskt uppeldi.
Tengsl fjölskyldunnar við Sýrland voru þó sterk. Flestöllum sumarfríum var eytt á heimaslóðum …
Athugasemdir