Hvað kom fyrir Emmu? Fyrsta grein — „Mjög lítið blóð“

Flest­ir töldu að Bash­ar al-Assad myndi draga úr kúg­un í Sýr­landi og færa stjórn­ar­háttu til nú­tím­ans. Hin eld­klára kona hans, Asma, eða Emma Ak­hras, myndi stýra hon­um í þá átt. En hvernig fór?

Hvað kom fyrir Emmu? Fyrsta grein — „Mjög lítið blóð“

Árið 1973 fluttu ung sýrlensk hjón frá heimaborg sinni Homs til London. Karlmaðurinn hét Fawaz Akhras og var að ljúka læknanámi; hann gerðist hjartalæknir og varð mjög vel metinn sem slíkur. Kona hans, Sahar, hafði ung farið til starfa í sýrlensku utanríkisþjónustunni og eftir að hún hafði alið Fawaz nokkur mannvænleg börn hóf hún að starfa í sendiráði Sýrlands í London.

Hjónin komu sér fyrir í úthverfinu Acton þar sem býr vel stætt fólk en þó ekki forríkt. Þau bjuggu í einu þeirra hefðbundnu raðhúsa sem við þekkjum svo vel úr breskum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Fyrsta barnið var stúlka, hún kom í heiminn í ágúst 1975 og var skírð Asma, síðar komu tveir synir ef marka má heimildir. Fjölskyldan talaði arabísku á heimilinu en börnin gengu í breska einkaskóla og hlutu að flestu leyti hefðbundið breskt uppeldi.

Tengsl fjölskyldunnar við Sýrland voru þó sterk. Flestöllum sumarfríum var eytt á heimaslóðum …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár