Meiri líkur en minni eru á því að Viðreisn fái í gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi samningaviðræður við Evrópusambandið samkvæmt upplýsingum heimildarinnar innan úr herbúðum flokka sem semja nú um að mynda ríkisstjórn.
Stjórnarmyndunarviðræður milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa nú staðið yfir í um tvær vikur og er stefnt á að þeim ljúki fyrir jól. Nýlegar fréttir um aukinn halla hafa litað viðræðurnar, nánast gjörbeytt þeim.
Skattar eða ekki skattar, þar er efinn
Ef skattahugmyndir flokkanna eru skoðaðar má strax finna helsta bilið milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Flokkur fólksins vill hækka skattleysismörk upp í 450 þúsund krónur með því að lækka persónuafslátt og þar með hækka skattgreiðslur allra sem eru með yfir 450 þúsund króna tekjur. Þetta kalla þau fallandi persónuafslátt, sem yrði svo alveg afnuminn við „ákveðin efri mörk“ sem flokkurinn skilgreinir ekki frekar í stefnu sinni.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar virðist ólíklegt að þessar hugmyndir nái …
Einnig berst ESB gegn allri spillingu og það má vera aðalástæðan að Mogginn og D-flokkurinn vilja halda Ísland utan ESB.
Að vísu nýtum við góðs af því að vera í EES (Evrópska Efanahagssvæði) en höfum enga kosna þingmenn á Evrópuþingi og enga atkvæðisbæra fulltrúa í framkvæmdaráði. Þar af lútandi þurfum við að taka á móti öllum reglugerðum án þess að hafa nokkur áhrif á mótun þeirra. Finnst mér það andstæða þess að vera sjálfstæð þjóð.