Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Flokkur fólksins ekki haldið aðalfund í fimm ár

Flokk­ur fólks­ins ber með sér fjöl­mörg ein­kenni lýð­hyggju­flokks, eða po­púl­isma. Flokk­ur­inn hef­ur að­eins hald­ið tvo að­al­fundi frá stofn­un ár­ið 2017 og Inga Sæ­land er eini skráði eig­andi flokks­ins, ólíkt öðr­um stjórn­mála­öfl­um.

Flokkur fólksins ekki haldið aðalfund í fimm ár
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Mynd: Golli

Flokkur fólksins var stofnaður á eldhúsgólfinu heima hjá Ingu Sæland, formanni flokksins, árið 2016 að því er hún hefur sjálf sagt í viðtölum. Flokkurinn hélt svo sinn fyrsta landsfund árið 2018, aukaaðalfund árið eftir. Síðan þá hefur flokkurinn ekki haldið landsfund, eða síðustu fimm ár. Því skal þó haldið til haga að flokkurinn hugðist halda fund í vetur en þurfti að fresta honum vegna kosninga. Flokkurinn er nú í meirihlutaviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna um myndun nýrra ríkisstjórnar.

Eftir stendur spurningin; er Flokkur fólksins popúlistaflokkur? Og það sem er athyglisverðara, er slíkur flokkur að komast í ríkisstjórn í fyrsta skipti í stjórnmálasögu Íslendinga?

Er Flokkur fólksins fjöldahreyfing?

Heimildin hafði samband við fróðasta stjórnmálafræðing landsins þegar kemur að popúlískum stjórnmálaöflum sem hefur ritað fjöldann allan af slíkum bókum og fengið alþjóðlega athygli fyrir, stjórnmálafræðinginn Eirík Bergmann.

Hann segir nokkur sameiginleg einkenni sem popúlískir flokkar hafa, eða lýðhyggjuflokkar, og það fyrsta snýr …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Inga er náttúruafl. Ef hún væri með typpi þá hefði hún hlotið enn betri kosningu - og var hún þó góð. En þessari eigendaskráningu mætti hún að ósekju kippa í liðinn.
    0
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Inga Sæland stofnaði flokk fólksins vegna þess að það er komið illa fram við þá sem festast í neðstu þrepum samfélagsins. Hér á landi hefur verið látið nægja að geta sýnt fram á hve vel við stöndum, að meðaltali, í samfélagi þjóðanna. Því vill Inga Sæland breyta og segir: fæði, klæði og húsnæði fyrir alla. Að fá ímyndar- og atburðarásar hönnuði og halda aðalfund þar sem framvindan er fyrirfram ákveðin og óþekkir félagar fá ekki að stíga í pontu með sín hjartans mál er ekkert meira lýðræði nema síður sé.
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Flokkur fólksins er greinilega sprottinn upp af þörf á ísl. markaði fyrir gömlu "vinstri" gildin um réttlátara skattaumhverfi og jafnari dreifingu hagsældarinnar. Það er vegna þess að Vinsgri Grænir sviku fólk algjörlega, og í Samfylkingunni er mest efri miðstétt með sína lognmollu. Fólkið finnur sér leið! núna nýja leið og gangi þeim vel, því lágstéttin og neðrimiðstéttin þarfnast þess mjög.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár