Ofgnótt köfnunarefnis í jarðvegi

Ójafn­vægi nær­ing­ar­efna í jarð­vegi spill­ir vist­kerf­um, hef­ur áhrif á vöxt og við­gang villtra jurta og annarra líf­vera.

Ofgnótt köfnunarefnis í jarðvegi
Þauleldi Gríðarlegt magn af skít fellur til vegna þauleldis svína, hænsfugla og fleiri dýra í Evrópu. Mynd: EPA

Ójafnvægi næringarefna er talið hrjá 74 prósent alls landbúnaðarlands ríkja Evrópusambandsins. Ofgnótt köfnunarefnis í jarðvegi er að verða útbreiddara vandamál sem gæti reynst skaðlegt heilsu manna, ræktun, vistkerfum og loftslaginu. Á sama tíma er magn lífræns kolefnis, sem er nauðsynlegt til að halda jarðvegi heilbrigðum, að minnka á landbúnaðarsvæðum. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var og gefin út í samstarfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Evrópu. Í skýrslunni kemur fram að nauðsynlegt sé að bregðast nú þegar við áður en skaðinn verði. Gríðarlegt magn skíts frá dýrum sem haldin eru á verksmiðjubúum víðs vegar um álfuna, er meðal ástæðna þess að þetta ástand hefur skapast. 

Ofgnótt köfnunarefnis í jarðvegi hefur verið þekkt vandamál um hríð. Ójafnvægi næringarefna í jarðvegi spillir vistkerfum, hefur áhrif á vöxt og viðgang villtra jurta og annarra lífvera. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár