Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks verði hætt

Geirs­nef hef­ur gríð­ar­lega mikla þýð­ingu fyr­ir hunda­eig­end­ur sem eitt ör­fárra lausa­göngu­svæða og því ætti ekki að breyta í borg­ar­garð með af­girtu hunda­gerði, segja hunda­eig­end­ur.

Aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks verði hætt
Borgargarður? Borgaryfirvöld vilja búa til það sem þau kalla borgargarð á Geirsnefi. Það svæði hefur hingað til verið notað fyrir lausagöngu hunda. Mynd: Reykjavíkurborg

Hundaeigendur eru afar ósáttir við áformaðar breytingar á Geirsnefi sem myndu þýða að þrengt yrði verulega að því litla svæði innan borgarmarkanna þar sem sleppa má hundum lausum. Íbúasamtök Grafarvogs taka undir þessar áhyggjur. Reykjavíkurborg bendir hins vegar á, í skipulagslýsingu að svæðinu sem er nú auglýst, að með þéttingu íbúabyggðar í Vogabyggð og við Ártúnshöfða verði Geirsnef sífellt mikilvægara útivistarsvæði fyrir íbúa. Leggja borgaryfirvöld því til að Geirsnef verði gert að borgargarði, útivistarsvæði með náttúrulegu yfirbragði. Hundaeigandi bendir hins vegar á: „Best væri að fá borgargarð á Geirsnefi þar sem lausaganga hunda væri leyfð. Hætta þessari aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks.“

„Fíllinn í stofunni er að enginn mun nota borgargarð á þessum stað“
Félag ábyrgra hundaeigenda

Félag ábyrgra hundaeigenda segist í umsögn sinni við skipulagslýsinguna sjá ýmislegt athugavert við hugmyndir borgarinnar að nýju deiliskipulagi fyrir Geirsnef. Bent er á að oft sé ekki hlustað á hundaeigendur en að vonast sé eftir að það verði nú gert. „Geirsnef hefur verið griðastaður fyrir hundaeigendur síðustu áratugina þar sem við höfum getað leyft hundunum okkar að hlaupa lausum,“ segir í umsögninni. Önnur lausagöngusvæði eins og Geldinganes og Hólmsheiði séu framtíðar byggingarland og þegar þau detti út í náinni framtíð þá verði engin aðgengileg lausagöngusvæði eftir innan borgarmarkanna. „Geirsnef hefur því gríðarlega mikla þýðingu fyrir hundaeigendur í borginni.“

Í skipulagslýsingunni er ekki fjallað sérstaklega um aðgengi hunda en Félag ábyrgra hundaeigenda hefur rýnt í teikningarnar og segja að svo virðist sem fjarlægja eigi lausagöngusvæðið og setja í staðinn afgirt hundagerði. Slík gerði megi þegar finna á nokkrum stöðum í borginni en þau komi engan veginn í staðinn fyrir lausagöngusvæði.

„Fíllinn í stofunni er að enginn mun nota borgargarð á þessum stað,“ segir í umsögn félagsins. „Það hefur enginn kallað eftir honum og nálægðin við ósnortna náttúru Elliðaárdalsins gerir það að verkum að allt fólk sem hefur áhuga á að eyða tíma utandyra mun sækja þangað.“

Íbúasamtök Grafarvogs minna í sinni umsögn á að Geirsnef sé landfylling gerð úr gömlum öskuhaugum. Svæðið hafi verið nýtt af hundaeigendum lengi, þeim til mikillar ánægju og heilsubótar. Vilja samtökin að aðgengi að lausagöngusvæði hunda á Geirsnefi verði tryggt er Borgarlínan komi þar um. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er vel "hannað" hundagerði af náttúrunnar hendi. og alveg nauðsynlegt að hundaeigendur hafi einhvern stað þar sem þeir geta haft hunda lausa að leika sér. Dalurinn hjá Keldum er dásamlegur útivistarstaður með gömlum trjálundum og þarf að varðveita miðjuna í honum til framtíðarútivista
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Algjörlega glötuð hugmynd. Reynslan sýnir að hundaeigendum er ekki treystandi til að fara eftir reglum. Ganga með hundana lausa og beisli í hendinni til málamynda. Því meiri aðskilnaður milli hunda og íbúa því betra.
    1
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Hundagerði og útivistarsvæði þar sem lausaganga hunda er leyfð eru tveir mjög ólíkir staðir. Hið fyrra er staður þar sem hundar geta örnað sér en hið síðara svæði þar sem hundaeigendur geta stundað útivist með hundunum sínum ótjóðruðum. Það mælir ekkert á móti því að aðrir en hundaeigendur noti svæðin líka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
4
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár