Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks verði hætt

Geirs­nef hef­ur gríð­ar­lega mikla þýð­ingu fyr­ir hunda­eig­end­ur sem eitt ör­fárra lausa­göngu­svæða og því ætti ekki að breyta í borg­ar­garð með af­girtu hunda­gerði, segja hunda­eig­end­ur.

Aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks verði hætt
Borgargarður? Borgaryfirvöld vilja búa til það sem þau kalla borgargarð á Geirsnefi. Það svæði hefur hingað til verið notað fyrir lausagöngu hunda. Mynd: Reykjavíkurborg

Hundaeigendur eru afar ósáttir við áformaðar breytingar á Geirsnefi sem myndu þýða að þrengt yrði verulega að því litla svæði innan borgarmarkanna þar sem sleppa má hundum lausum. Íbúasamtök Grafarvogs taka undir þessar áhyggjur. Reykjavíkurborg bendir hins vegar á, í skipulagslýsingu að svæðinu sem er nú auglýst, að með þéttingu íbúabyggðar í Vogabyggð og við Ártúnshöfða verði Geirsnef sífellt mikilvægara útivistarsvæði fyrir íbúa. Leggja borgaryfirvöld því til að Geirsnef verði gert að borgargarði, útivistarsvæði með náttúrulegu yfirbragði. Hundaeigandi bendir hins vegar á: „Best væri að fá borgargarð á Geirsnefi þar sem lausaganga hunda væri leyfð. Hætta þessari aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks.“

„Fíllinn í stofunni er að enginn mun nota borgargarð á þessum stað“
Félag ábyrgra hundaeigenda

Félag ábyrgra hundaeigenda segist í umsögn sinni við skipulagslýsinguna sjá ýmislegt athugavert við hugmyndir borgarinnar að nýju deiliskipulagi fyrir Geirsnef. Bent er á að oft sé ekki hlustað á hundaeigendur en að vonast sé eftir að það verði nú gert. „Geirsnef hefur verið griðastaður fyrir hundaeigendur síðustu áratugina þar sem við höfum getað leyft hundunum okkar að hlaupa lausum,“ segir í umsögninni. Önnur lausagöngusvæði eins og Geldinganes og Hólmsheiði séu framtíðar byggingarland og þegar þau detti út í náinni framtíð þá verði engin aðgengileg lausagöngusvæði eftir innan borgarmarkanna. „Geirsnef hefur því gríðarlega mikla þýðingu fyrir hundaeigendur í borginni.“

Í skipulagslýsingunni er ekki fjallað sérstaklega um aðgengi hunda en Félag ábyrgra hundaeigenda hefur rýnt í teikningarnar og segja að svo virðist sem fjarlægja eigi lausagöngusvæðið og setja í staðinn afgirt hundagerði. Slík gerði megi þegar finna á nokkrum stöðum í borginni en þau komi engan veginn í staðinn fyrir lausagöngusvæði.

„Fíllinn í stofunni er að enginn mun nota borgargarð á þessum stað,“ segir í umsögn félagsins. „Það hefur enginn kallað eftir honum og nálægðin við ósnortna náttúru Elliðaárdalsins gerir það að verkum að allt fólk sem hefur áhuga á að eyða tíma utandyra mun sækja þangað.“

Íbúasamtök Grafarvogs minna í sinni umsögn á að Geirsnef sé landfylling gerð úr gömlum öskuhaugum. Svæðið hafi verið nýtt af hundaeigendum lengi, þeim til mikillar ánægju og heilsubótar. Vilja samtökin að aðgengi að lausagöngusvæði hunda á Geirsnefi verði tryggt er Borgarlínan komi þar um. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er vel "hannað" hundagerði af náttúrunnar hendi. og alveg nauðsynlegt að hundaeigendur hafi einhvern stað þar sem þeir geta haft hunda lausa að leika sér. Dalurinn hjá Keldum er dásamlegur útivistarstaður með gömlum trjálundum og þarf að varðveita miðjuna í honum til framtíðarútivista
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Algjörlega glötuð hugmynd. Reynslan sýnir að hundaeigendum er ekki treystandi til að fara eftir reglum. Ganga með hundana lausa og beisli í hendinni til málamynda. Því meiri aðskilnaður milli hunda og íbúa því betra.
    1
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Hundagerði og útivistarsvæði þar sem lausaganga hunda er leyfð eru tveir mjög ólíkir staðir. Hið fyrra er staður þar sem hundar geta örnað sér en hið síðara svæði þar sem hundaeigendur geta stundað útivist með hundunum sínum ótjóðruðum. Það mælir ekkert á móti því að aðrir en hundaeigendur noti svæðin líka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár