Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Valkyrjustjórnin? Tja, hverjar voru valkyrjur í raun og veru?

Er ástæða til að kenna hugs­an­lega rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar og Flokks fólks­ins við val­kyrj­ur, þótt for­menn­irn­ir séu kon­ur?

Valkyrjustjórnin? Tja, hverjar voru valkyrjur í raun og veru?
„Valkyrjan frá Haarby“. Þessi litla silfurmynd fannst á Fjóni í Danmörku fyrir rúmum áratug og hefur verið túlkuð sem mynd af valkyrju. Hún er talin vera frá því um 800.

Þegar Kristrún Frostadóttir hóf fyrir hönd Samfylkingar viðræður um nýja ríkisstjórn við formenn Viðreisnar og Flokks fólksins, þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, voru gárungarnir fljótir að kalla hina mögulegu ríkisstjórn „valkyrjustjórnina“.

Þar var orðið valkyrja augljóslega fyrst og fremst notað í yfirfærðri seinni tíma  merkingu sem „sköruleg, röggsöm kona“ eða „forkur til framkvæmda“ en hver er annars hin eiginlega merking orðsins „valkyrja“?

Og er virkilega sómi að því fyrir Kristrúnu, Þorgerði og Ingu að vera kenndar við valkyrjur?

Athyglisvert er að í ýmsum goðsagnakerfum Evrópu eru litlir hópar dularfullra og oft ískyggilegra kvenna gjarnan í bakgrunni — örlaganornir, refsinornir og fleiri.

Ef ég væri goðsagnafræðingur mundi ég kanna hvort verið gæti að þessir hópar væru einskonar bergmál þeirra tíma þegar talið er að ættbálkar í Evrópu hafi líklega lotið stjórn kvenna jafnvel fremur en karla. Þegar karlarnir tóku svo völdin í kjölfar landbúnaðarbyltingarinnar og feðraveldið fræga þróaðist, þá hafi hinn forni valdastrúktúr kvennanna orðið að skuggalegri og jafnvel óþægilegri minningu.

Reyndar er ekkert líklegra en einhverjir þjóðfræðingar eða kynjafræðingar séu löngu búin að íhuga þetta mál í þaula, en hvað sem slíkum hugleiðingum líður, þá er ljóst að í norrænum hugmyndaheimi voru valkyrjur hreint ekki hugguleg kvendi.

Í Völuspá, þar sem lýst er hinu síðasta stríði er endar með sjálfum heimsendi, þar er því lýst á einum stað hvað völvan sér í aðdraganda ragnaraka:

„Sá hún valkyrjur
vítt um komnar,
görvar að ríða
til Goðþjóðar;
Skuld hélt skildi,
en Skögul önnur,
Gunnur, Hildur, Göndul
og Geirskögul.
Nú eru taldar
nönnur Herjans,
görvar að ríða
grund valkyrjur.“

Og hverjar þær eru, þessar uggvænlegu kvensur sem nálgast, því er nánar lýst í Gylfaginningu í Snorra-Eddu:

„Enn eru þær aðrar [kvenkyns goðmögn] er þjóna skulu í Valhöll, bera drykkju og gæta borðbúnaðar og ölgagna. Svo eru þær nefndar í Grímnismálum:

Hrist og Mist
vil eg að mér horn beri,
Skeggjöld og Skögul,
Hildur og Þrúður,
Hlökk og Herfjötur,
Göll og Geirahöð,
Randgríð og Ráðgríð
og Reginleif.
Þær bera einherjum öl.

Þessar heita valkyrjur. Þær sendir Óðinn til hverrar orustu. Þær kjósa feigð á menn og ráða sigri. Gunnur og Rota og norn hin yngsta er Skuld heitir ríða jafnan að kjósa val og ráða vígum.“

Orðið valkyrjur er samsett úr orðinu „val“ sem merkir þá er drepnir eru í stríði, samanber að „falla í valinn“ en kyrjur sem sama orðið og „kjósa“. Val-kyrjur eru því eins og Snorri segir, þær sem ráða því hverjir eru drepnir í bardögum og hverjir ekki.

Og heiðnir menn trúðu því (að sögn, ég efast reyndar) að vopndauðir menn færu til Valhallar, bústaðar guðanna, og lifðu þar í vellystingum sem svonefndir „einherjar“ við veisluhöld milli þess sem þeir héldu áfram að berjast.

Og þar eiga valkyrjurnar sem sé að hafa það aukahlutverk að bera öl í krúsir fyrir hina vopndauðu karlmenn og „gæta borðbúnaðar“ þeirra.

Og Hrist og Mist á þönum með drykkjarhorn handa einherjum sem vilja!

Spurning hvort það sé mjög eftirsóknarvert hlutskipti fyrir konur að kenna sig við valkyrjur, þegar öllu er á botninn hvolft?

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Egill Kolbeinsson skrifaði
    Þetta á að vera stjórn hinnar hagsýnu húsmóður.
    1
  • PG
    Palli Garðarsson skrifaði
    Og hvar kemur Honda Valkyria inn í myndina? Hún er án efa besta valkyrjan.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár