Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Þorgerður Katrín: Segir skilaboð Sigmundar og Bjarna skýr um ESB

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagð­ist ekki á leið í rík­is­stjórn. Formað­ur Við­reisn­ar sagði við­horf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks til kosn­inga um áfram­hald­andi samn­inga­við­ræð­ur við ESB áhuga­verð.

Þorgerður Katrín: Segir skilaboð Sigmundar og Bjarna skýr um ESB
Frá umræðunum á RÚV í nótt. Mynd: Golli

„Þetta eru mjög skýr skilaboð,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þegar rætt var um ESB í umræðuþætti RÚV með leiðtogum stjórnmálaflokkanna eftir að úrslit kosninganna voru kunngjörð.

„Mér þykir það mjög áhugavert,“ bætti hún við og ljóst að Viðreisn virðist afhuga því að ganga inn í „borgaralega“ ríkisstjórn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson sækjast eftir.

Síðustu tölur komnar

Síðustu tölur bárust seint frá Suðvesturkjördæmi, en þar tókst Sjálfstæðisflokknum að hífa sig upp fyrir nítján prósent. Eins er Samfylkingin fallin niður fyrir 21 prósent. Flokkur fólksins er í kjörstöðu til þess að mynda ríkisstjórn í báðar áttir, þó að ríkisstjórn Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks myndi standa tæpt eða í 32 þingmönnum.

Datt inn á þing í beinni

Umræðurnar voru líflegar á RÚV en þá kom í ljós að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, datt inn sem jöfnunarmaður og fær flokkurinn því sína tvo menn í Suðurkjördæmi. Í fyrsta sæti var fyrrum forsetaframbjóðandi, Halla Hrund Logadóttir.

Sigurður Ingi sagðist ósáttur við niðurstöðuna fyrir sinn flokk og sagði kosningarnar mark um ákall um breytingar og má segja að hann hafi að miklu leyti útilokað að ganga inn í ríkisstjórn þegar hann sagði: „Ég fylgist spenntur með, en við erum ekki á leið inn í þessa ríkisstjórn.“

Sagði Sigurður Ingi að það sem stæði helst í honum væri afstaða Viðreisnar og Samfylkingarinnar til ESB.

Sigmundur Davíð gagnrýndi einnig Viðreisn þegar Þorgerður Katrín spurði hvort það mætti ekki treysta þjóðinni og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. Af umræðunni að dæma mátti draga þá ályktun að Viðreisn myndi ekki halla sér að hinu „borgaralega“ bandalagi.

Niðurstaðan vonbrigði

Sigurður Ingi sagði það vonbrigði að Framsókn hefði ekki náð betri kosningu en Bjarni sagði niðurstöðuna ágæta þó heilt á litið væri þetta óásættanleg niðurstaða. Þá þótti honum ríkisstjórnin ekki hafa fengið að njóta sannmælis vegna heimsfaraldurs, styrjaldar í Evrópu og svo hamfara í Grindavík. Allt þetta hafi reynt verulega á efnahagsstjórnina en þó stefndi allt í að framtíðin væri björt þökk væri fráfarandi ríkisstjórn.

Þá sagði Bjarni að hann væri glaður yfir því að það væru aðeins sex flokkar á þingi en ekki átta, en tveir náðu ekki á þing. Sagði hann það einfalda málin.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár