Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks

Bæði Sjálf­stæðs­flokk­ur­inn og Fram­sókn fengu skell í kosn­ing­un­um og hafa ekki feng­ið svo laka út­komu nokk­urn­tím­ann.

Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna brugðust við niðurstöðum kosninganna í nótt. Þar var Bjarni nokkuð bjartsýnn en Sigurður Ingi sagði flokksins bíða samtal um niðurstöðu kosninganna. Mynd: Golli

Sögulegur ósigur Sjálfstæðisflokksins er orðinn að staðreynd. Flokkurinn mælist með undir tuttugu prósenta fylgi eftir að talningu er að mestu lokið. Það er versti árangur Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Lægst hefur flokkurinn farið í 23,7 prósent árið 2009, rétt eftir hrun. Flokkurinn nær núna fjórtán þingmönnum og missir tvo. Flokkurinn er umtalsvert hærri en kannanir spáðu fyrir um lengst af.

Framsóknarflokkurinn fer einnig niður í sögulegar lægðir í fylgi sínu og mælist með 7,2 prósent og fimm þingmenn. Það er versti árangur flokksins, en lægst fór hann árið 2017 í um tíu prósent. Jöfnunarmanna-hringekjan varð til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, er fallinn af þingi.

Á pari við hrun vinstri stjórnarinnar

Stjórnarflokkarnir bíða afhroð og hefur ekki slíkur ósigur sést síðan vinstri stjórnin fór frá í kjölsogi hrunsins árið 2013. Alls missti stjórnin nú átján þingsæti. Samanlagt, eins og tölur standa nú, misstu stjórnarflokkarnir um 25 prósent af fylgi sínu. Stuðningsmenn Framsóknar og VG voru óvægnir og svo virðist sem þeir tveir flokkar hafi tekið á sig helstu vonbrigði stuðningsmanna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega fimm prósent af fylgi sínu á meðan hinir flokkarnir tveir missa tíu prósent hvor.

Stórsigur Samfylkingarinnar

VG og Píratar eru fallnir af Alþingi. Þá er fylgi VG svo lágt eins og sakir standa að það stefnir í að flokkurinn nái ekki 2,5 prósentu markinu, sem er lágmark til þess að hljóta styrk úr ríkissjóði.

Á móti áttu Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins stórsigur. Miðflokkurinn uppskar ekki eins og hann sáði í skoðanakönnunum þar sem hann fórst hæst upp í sautján prósent. Flokksmenn Miðflokksins geta þó ekki kvartað þar sem þeir bættu við sig rétt tæpum sex prósentum og eru nú með átta þingmenn en voru aðeins með tvo.

Samfylkingin er á svipuðu róli og skoðanakannanir sýndu og fær 21,8 prósent samkvæmt spá Heimildarinnar og mun bæta við sig níu þingmönnum. Alls er flokkurinn með fimmtán þingmenn.

Viðreisn er með ellefu þingmenn og rétt tæplega 16 prósenta fylgi.

Fáir valmöguleikar fyrir stjórnarmyndun

Þegar kemur að myndun meirihluta er ljóst eins og sakir standa að Framsókn, Viðreisn og Samfylking geta ekki myndað með sér meirihluta. Þau vantar einn mann upp á. Flokkur fólksins, Samfylkingin og Viðreisn geta myndað nokkuð sterkan meirihluta, eða 36 þingmanna ríkisstjórn. Önnur mynstur eru möguleg en virðast ólíklegri út frá niðurstöðum kosninganna.



Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár