Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks

Bæði Sjálf­stæðs­flokk­ur­inn og Fram­sókn fengu skell í kosn­ing­un­um og hafa ekki feng­ið svo laka út­komu nokk­urn­tím­ann.

Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna brugðust við niðurstöðum kosninganna í nótt. Þar var Bjarni nokkuð bjartsýnn en Sigurður Ingi sagði flokksins bíða samtal um niðurstöðu kosninganna. Mynd: Golli

Sögulegur ósigur Sjálfstæðisflokksins er orðinn að staðreynd. Flokkurinn mælist með undir tuttugu prósenta fylgi eftir að talningu er að mestu lokið. Það er versti árangur Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Lægst hefur flokkurinn farið í 23,7 prósent árið 2009, rétt eftir hrun. Flokkurinn nær núna fjórtán þingmönnum og missir tvo. Flokkurinn er umtalsvert hærri en kannanir spáðu fyrir um lengst af.

Framsóknarflokkurinn fer einnig niður í sögulegar lægðir í fylgi sínu og mælist með 7,2 prósent og fimm þingmenn. Það er versti árangur flokksins, en lægst fór hann árið 2017 í um tíu prósent. Jöfnunarmanna-hringekjan varð til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, er fallinn af þingi.

Á pari við hrun vinstri stjórnarinnar

Stjórnarflokkarnir bíða afhroð og hefur ekki slíkur ósigur sést síðan vinstri stjórnin fór frá í kjölsogi hrunsins árið 2013. Alls missti stjórnin nú átján þingsæti. Samanlagt, eins og tölur standa nú, misstu stjórnarflokkarnir um 25 prósent af fylgi sínu. Stuðningsmenn Framsóknar og VG voru óvægnir og svo virðist sem þeir tveir flokkar hafi tekið á sig helstu vonbrigði stuðningsmanna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega fimm prósent af fylgi sínu á meðan hinir flokkarnir tveir missa tíu prósent hvor.

Stórsigur Samfylkingarinnar

VG og Píratar eru fallnir af Alþingi. Þá er fylgi VG svo lágt eins og sakir standa að það stefnir í að flokkurinn nái ekki 2,5 prósentu markinu, sem er lágmark til þess að hljóta styrk úr ríkissjóði.

Á móti áttu Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins stórsigur. Miðflokkurinn uppskar ekki eins og hann sáði í skoðanakönnunum þar sem hann fórst hæst upp í sautján prósent. Flokksmenn Miðflokksins geta þó ekki kvartað þar sem þeir bættu við sig rétt tæpum sex prósentum og eru nú með átta þingmenn en voru aðeins með tvo.

Samfylkingin er á svipuðu róli og skoðanakannanir sýndu og fær 21,8 prósent samkvæmt spá Heimildarinnar og mun bæta við sig níu þingmönnum. Alls er flokkurinn með fimmtán þingmenn.

Viðreisn er með ellefu þingmenn og rétt tæplega 16 prósenta fylgi.

Fáir valmöguleikar fyrir stjórnarmyndun

Þegar kemur að myndun meirihluta er ljóst eins og sakir standa að Framsókn, Viðreisn og Samfylking geta ekki myndað með sér meirihluta. Þau vantar einn mann upp á. Flokkur fólksins, Samfylkingin og Viðreisn geta myndað nokkuð sterkan meirihluta, eða 36 þingmanna ríkisstjórn. Önnur mynstur eru möguleg en virðast ólíklegri út frá niðurstöðum kosninganna.



Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár