Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks

Bæði Sjálf­stæðs­flokk­ur­inn og Fram­sókn fengu skell í kosn­ing­un­um og hafa ekki feng­ið svo laka út­komu nokk­urn­tím­ann.

Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna brugðust við niðurstöðum kosninganna í nótt. Þar var Bjarni nokkuð bjartsýnn en Sigurður Ingi sagði flokksins bíða samtal um niðurstöðu kosninganna. Mynd: Golli

Sögulegur ósigur Sjálfstæðisflokksins er orðinn að staðreynd. Flokkurinn mælist með undir tuttugu prósenta fylgi eftir að talningu er að mestu lokið. Það er versti árangur Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Lægst hefur flokkurinn farið í 23,7 prósent árið 2009, rétt eftir hrun. Flokkurinn nær núna fjórtán þingmönnum og missir tvo. Flokkurinn er umtalsvert hærri en kannanir spáðu fyrir um lengst af.

Framsóknarflokkurinn fer einnig niður í sögulegar lægðir í fylgi sínu og mælist með 7,2 prósent og fimm þingmenn. Það er versti árangur flokksins, en lægst fór hann árið 2017 í um tíu prósent. Jöfnunarmanna-hringekjan varð til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, er fallinn af þingi.

Á pari við hrun vinstri stjórnarinnar

Stjórnarflokkarnir bíða afhroð og hefur ekki slíkur ósigur sést síðan vinstri stjórnin fór frá í kjölsogi hrunsins árið 2013. Alls missti stjórnin nú átján þingsæti. Samanlagt, eins og tölur standa nú, misstu stjórnarflokkarnir um 25 prósent af fylgi sínu. Stuðningsmenn Framsóknar og VG voru óvægnir og svo virðist sem þeir tveir flokkar hafi tekið á sig helstu vonbrigði stuðningsmanna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega fimm prósent af fylgi sínu á meðan hinir flokkarnir tveir missa tíu prósent hvor.

Stórsigur Samfylkingarinnar

VG og Píratar eru fallnir af Alþingi. Þá er fylgi VG svo lágt eins og sakir standa að það stefnir í að flokkurinn nái ekki 2,5 prósentu markinu, sem er lágmark til þess að hljóta styrk úr ríkissjóði.

Á móti áttu Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins stórsigur. Miðflokkurinn uppskar ekki eins og hann sáði í skoðanakönnunum þar sem hann fórst hæst upp í sautján prósent. Flokksmenn Miðflokksins geta þó ekki kvartað þar sem þeir bættu við sig rétt tæpum sex prósentum og eru nú með átta þingmenn en voru aðeins með tvo.

Samfylkingin er á svipuðu róli og skoðanakannanir sýndu og fær 21,8 prósent samkvæmt spá Heimildarinnar og mun bæta við sig níu þingmönnum. Alls er flokkurinn með fimmtán þingmenn.

Viðreisn er með ellefu þingmenn og rétt tæplega 16 prósenta fylgi.

Fáir valmöguleikar fyrir stjórnarmyndun

Þegar kemur að myndun meirihluta er ljóst eins og sakir standa að Framsókn, Viðreisn og Samfylking geta ekki myndað með sér meirihluta. Þau vantar einn mann upp á. Flokkur fólksins, Samfylkingin og Viðreisn geta myndað nokkuð sterkan meirihluta, eða 36 þingmanna ríkisstjórn. Önnur mynstur eru möguleg en virðast ólíklegri út frá niðurstöðum kosninganna.



Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár