Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Urgur í Grænlendingum

Full­trú­ar Græn­lend­inga á danska þing­inu eru mjög ósátt­ir við að tveir stór­ir og öfl­ug­ir drón­ar sem ætl­að­ir eru til eft­ir­lits á Græn­landi og norð­ur­slóð­um verði stað­sett­ir í Ála­borg á Jótlandi, víðs fjarri svæð­inu sem þeim er ætl­að að fylgj­ast með.

Mörgum er líklega í fersku minni þau ummæli Donalds Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, að Bandaríkin hefðu áhuga á að kaupa Grænland, rétt eins og um væri að ræða venjuleg fasteignaviðskipti. Hugmyndir forsetans vöktu athygli og umtal en þrátt fyrir að landakaup þessi hafi aldrei komið til álita voru þau þó að ýmsu leyti lýsandi, og það eru fleiri en Bandaríkjamenn sem hafa augastað á Grænlandi. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og lega landsins og hafsvæðisins þar fyrir norðan er talin mikilvæg í mörgu tilliti. Vitað er að auk Bandaríkjanna hafa bæði Kínverjar og Rússar mikinn áhuga á Grænlandi og norðurslóðum.

Stóra Norðurslóðaverkefnið 

Í desember árið 2019 greindi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, frá því að fyrir dyrum stæði stórátak í því sem hún kallaði „Öryggismál á norðurslóðum“ og nefndi í því samhengi 1500 milljónir danskra króna, 30 milljarða íslenska, þegar spurt var um peninga. Bandarísk stjórnvöld lýstu mikilli ánægju með „stórátakið“.

Tveimur árum síðar, í febrúar 2021, greindi Trine Bramsen, þáverandi varnarmálaráðherra, frá samkomulagi sem náðst hefði í þinginu um það sem ráðherrann nefndi Arktisk Kapacitetspakke, Norðurslóðaverkefnið.

Stórir og öflugir drónar, gervihnattaeftirlit og radarstöðvar á jörðu niðri var meðal þess sem ráðherrann tiltók á fundi með fréttamönnum. Á fundinum kom fram að þetta stóraukna eftirlit næði líka til Færeyja. Enn fremur kom fram að heimamenn, einkum á Grænlandi, fengju menntun til að sinna störfum sem tengdust Norðurslóðaverkefninu.

Í maí síðastliðnum byrjuðu 22 grænlensk ungmenni, á aldrinum 18 til 25 ára, í sex mánaða námi sem ber heitið Arktisk Basisuddannelse. Náminu, sem fór fram í bænum Kangerlussuaq á Vestur-Grænlandi, svipar til byrjunarnáms og þjálfunar hermanna en með sérstakri áherslu á grænlenskar aðstæður. Meðal grænlenskra ungmenna var mikill áhugi fyrir náminu og samtals sóttu 236 um að komast að, 82 uppfylltu skilyrðin en einungis 22 komust að, eins og áður var getið. Á næsta ári er ætlunin að taka inn álíka stóran hóp, umsóknarfrestur er til 1. desember og er sem sé að renna út.

Ekki hægt að hlaupa út í búð til að kaupa tækin

Nokkurrar gagnrýni hefur orðið vart vegna meints seinagangs við að koma Norðurslóðaverkefninu í gang. Varnarmálaráðuneytið og herinn hafa bent á að það sé meira en að segja það að hrinda þessu stóra verkefni  í framkvæmd og í mörg horn að líta. Um sé að ræða flókinn tæknilegan búnað sem ekki verði keyptur í næstu raftækjaverslun, eins og talsmaður hersins komst að orði í viðtali. Enn fremur er löngu ljóst að milljónirnar 1.500 sem Mette Frederiksen nefndi skömmu fyrir jól árið 2019 hrökkva skammt. Í janúar á þessu ári náðist samkomulag í þinginu um stóraukna fjárveitingu til Norðurslóðaverkefnisins og fjárhagslegri hindrun þar með rutt úr vegi, um sinn að minnsta kosti.

Stóru drónarnir verða með bækistöð í Álaborg

Fyrir þrem vikum var greint frá því að líklega yrði samið við bandaríska fyrirtækið General Atomics um kaup á tveimur stórum eftirlitsdrónum. Þessir drónar sem nefnast MQ-9B SeaGuardian eru engin smáflikki, þeir eru 11 metra langir og vænghafið er 24 metrar. Þeir geta verið á lofti samfleytt í 30 klukkustundir og borið margs konar búnað. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu var enn fremur greint frá því að bækistöð drónanna verði í Álaborg á Jótlandi, Flyvestation Aaalborg. Þar verði um það bil 70 manna starfslið sem annist umsjón og rekstur drónanna og auk þess sex sérfræðingar í Karup á Mið-Jótlandi þar sem herinn er með bækistöð. Heimahöfn drónanna, eins og það var orðað í tilkynningunni, á Grænlandi yrði í Kanglussuaq (Syðri -Straumfirði) en ekki nánar útskýrt hvað í því fælist.

Grænlenskir þingmenn foxillir

Aaja Chemnitz og Aki-Matilda Høeg Dam, sem eru fulltrúar Grænlands á danska þinginu (Grænlendingar eiga þar tvo þingmenn) eru vægast sagt ósáttar við þá ákvörðun að höfuðstöðvar stóru drónanna skuli verða í Álaborg. Í viðtali við danska útvarpið, DR, sagði Aki-Matilda Høeg Dam það óskiljanlega ákvörðun að hafa höfuðstöðvar drónanna í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð frá því svæði sem ætlunin væri að nota þá til eftirlits. Drónarnir geta mest náð 482 kílómetra hraða á klukkustund, það er við bestu aðstæður. „Ef grunur vaknar t.d. um kafbát í námunda við Grænland og dróninn sendur í loftið, frá Álaborg, verður kafbáturinn kominn veg allrar veraldar loksins þegar dróninn kemur,“ sagði þingmaðurinn. Aaja Chemnitz tók undir þetta og sagði að þessi ákvörðun færi algjörlega í bága við það sem um hefði verið rætt þegar samkomulag náðist um Norðurslóðaverkefnið, en báðar styðja þær Aaja Chemnitz og Aki-Matilda Høeg Dam núverandi ríkisstjórn Danmerkur. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að ákvörðunin um staðsetningu drónanna í Álaborg hafi verið tekin í fullu samráði við þingmenn Grænlendinga og Færeyinga. Þetta segja þær Aaja Chemnitz og Aki-Matilda Høeg Dam fjarri sanni, við þær hafi ekkert verið rætt og þeim ekki verið boðið sæti í þingnefndinni sem mælti með Álaborg sem heimahöfn drónanna.

Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu til að ræða varnar- og öryggismál Grænlands og norðurslóða. Hún sagði í viðtali við danska útvarpið að Grænlendingar réðu ekki, enn sem komið er, yfir þeirri þekkingu og tæknibúnaði sem til þyrfti varðandi rekstur drónanna „en það mun breytast á næstu árum“.

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, fer til Grænlands fyrir árslok til að ræða þessi mál við grænlenska þingmenn og ráðherra.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár