Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og lækkar því á milli mánaða. Ef húsnæðisliðurinn er tekinn til hliðar hefur hækkunin ekki numið nema 2,7 prósentum. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem verðbólga fer lækkandi.
Það var síðast í nóvember árið 2021 sem verðbólga mældist 4,8 prósent en þá var hún á uppleið. Hæst fór verðbólgan í 10,2 prósent í febrúar árið 2023 en hefur farið lækkandi, með hléum, síðan. Þetta er þó í fyrsta sinn í þrjú ár sem hún fer undir fimm prósent.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09 prósent á milli mánaða. Kostnaður vegna húsnæðis hækkaði um 0,9 prósent á milli mánaða og ýtti undir verðbólgu en flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,7 prósent og þrýstu verðbólgunni niður á móti.
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er tvö og hálft prósent og miða aðgerðir bankans að því að ná því markmiði. Vextir eru enn töluvert háir, í 8,5 prósentum, en þeir hafa …
Athugasemdir